Góðkunningjar lögreglu handteknir vegna hvarfs Guðmundar Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2016 22:25 Frá meðferð málsins árið 1978. Vísir Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41
Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36