Góðkunningjar lögreglu handteknir vegna hvarfs Guðmundar Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2016 22:25 Frá meðferð málsins árið 1978. Vísir Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41
Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36