Þegar ég fór að gráta Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Ég náði í fjögurra ára son minn í leikskólann um daginn. Sú iðja er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég kom inn á deildina hans sat hann með tveimur vinkonum sínum við borð og lék sér í mesta bróðerni við þessar æðislegu stúlkur. Ég virti fyrir mér þennan leik í nokkra stund úr fjarska; þessa fallegu stund þar sem þau, á jafnréttisgrundvelli, léku sér saman. Og þá fór ég að gráta. Þegar ég horfði á þessi þrjú börn í sínum heimi þar sem ekkert gat skilið á milli þeirra og hugsaði til þess að sonur minn myndi líklega fá hærri laun en stúlkurnar þegar þau yxu úr grasi, aðeins vegna kynferðis hans, féllust mér hendur. Hvað þá að sonur minn myndi að öllum líkindum eiga meiri möguleika á uppgangi innan stórfyrirtækis eða fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Við nefnilega höfum búið til samfélag þar sem fullkomið jafnrétti er ekki fyrir hendi. Við höfum smíðað samfélag þar sem karlar eiga að vera svona en konur hinsegin. Að sama skapi eru sumar athafnir taldar kvenlægar en aðrar karllægar. Til að mynda er ábyggilega fullt af fólk sem fussaði yfir því að ég hafi farið að gráta á leikskóla. Við höfum sem samfélag aðeins tvo áratugi þangað til þessi börn klára háskólanám. Það hlýtur að vera skylda okkar að vernda þessi þrjú börn og bjóða þeim jöfn tækifæri. Þó ekki væri nema fyrir börnin okkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun
Ég náði í fjögurra ára son minn í leikskólann um daginn. Sú iðja er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég kom inn á deildina hans sat hann með tveimur vinkonum sínum við borð og lék sér í mesta bróðerni við þessar æðislegu stúlkur. Ég virti fyrir mér þennan leik í nokkra stund úr fjarska; þessa fallegu stund þar sem þau, á jafnréttisgrundvelli, léku sér saman. Og þá fór ég að gráta. Þegar ég horfði á þessi þrjú börn í sínum heimi þar sem ekkert gat skilið á milli þeirra og hugsaði til þess að sonur minn myndi líklega fá hærri laun en stúlkurnar þegar þau yxu úr grasi, aðeins vegna kynferðis hans, féllust mér hendur. Hvað þá að sonur minn myndi að öllum líkindum eiga meiri möguleika á uppgangi innan stórfyrirtækis eða fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Við nefnilega höfum búið til samfélag þar sem fullkomið jafnrétti er ekki fyrir hendi. Við höfum smíðað samfélag þar sem karlar eiga að vera svona en konur hinsegin. Að sama skapi eru sumar athafnir taldar kvenlægar en aðrar karllægar. Til að mynda er ábyggilega fullt af fólk sem fussaði yfir því að ég hafi farið að gráta á leikskóla. Við höfum sem samfélag aðeins tvo áratugi þangað til þessi börn klára háskólanám. Það hlýtur að vera skylda okkar að vernda þessi þrjú börn og bjóða þeim jöfn tækifæri. Þó ekki væri nema fyrir börnin okkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun