Hið fræga bandaríska íþróttablað Sports Illustrated ætlar að minnast þessa mikla meistara með því að helga honum forsíðu blaðsins einu sinni enn.
Muhammad Ali var 74 ára þegar hann lést en það er nánast óhugsandi að finna stærri íþróttastjörnu í heiminum en þegar hann var upp á sitt besta. Hann var síðan ekki síður virtur fyrir störf sín að mannúðarmálum eftir að ferlinum lauk.
Muhammad Ali hafði verið á forsíðu Sports Illustrated 39 sinnum en nú er ljóst að hann verður á ferugustu forsíðunni í næsta tölublaði.
Blaðið með fertugustu forsíðumynd Muhammad Ali kemur út á miðvikudaginn en á henni er mynd sem Neil Leifer tók fyrir Sports Illustrated fyrir allmörgum árum.
Fyrsta forsíðan með mynd af Muhammad Ali kom út árið 1963 en þá hét hann ennþá Cassius Clay. hann tók seinna upp nafnið Muhammad Ali eftir að hann tók upp múhameðstrú.
Sports Illustrated setti saman myndband með öllum forsíðumyndum Muhammad Ali og er hægt að sjá það hér fyrir neðan ásamt forsíðu blaðsins sem kemur út eftir tvo daga. Þar má finna „The Rumble in the Jungle" og „The Thrilla in Manila" svo eitthvað sé nefnt.
RIP, Muhammad Ali. Here's SI's cover remembering The Greatest pic.twitter.com/Qv63cBPM3M
— Sports Illustrated (@SInow) June 4, 2016
For the 40th time, Muhammad Ali will grace the cover of Sports Illustrated https://t.co/kPznPf6TClhttps://t.co/MhrxXvoh7y
— Sports Illustrated (@SInow) June 5, 2016