Níu Nissan Skyline urðu eldi að bráð Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 09:32 Ekki falleg aðkoma hér. Einn mest elskaði bíll meðal bílaáhugamanna er Nissan Skyline og því er eftirsjá eftir hverju eintaki af slíkum bíl sem tínir tölunni. Því var það ekki fagnaðarefni er 9 slíkir bílar brunnu í einu í Kaliforníu um daginn. Þeir voru allir geymdir í vöruhúsi sem brann og kemur hefur í ljós eftir brunann að í aðliggjandi húsi var heilmikið marijuna ræktun. Svo mikil var raforkunotkunin við ræktun þess að rafkerfi húsanna brann yfir og bæði húsin urðu eldi að bráð með öllu því sem þar var geymt. Auk þessara 9 Nissan Skyline bíla brunnu aðrir þrír japanskir sportbílar og 12 aðrir bílar. Nissan Skyline er forveri eins athygliverðasta sportbíls dagsins í dag, Nissan GT-R, bíls sem handsmíðaður er og getur att kappi við flesta ofurbíla heims, enda fer hann Nurburgring brautina á 7 mínútum og 19 sekúndum og tekur sprettinn í hundrað á 2,8 sekúndum. Reyndar fer Nismo Nissan GT-R útgáfan þann sprett á 2,1 sekúndu. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent
Einn mest elskaði bíll meðal bílaáhugamanna er Nissan Skyline og því er eftirsjá eftir hverju eintaki af slíkum bíl sem tínir tölunni. Því var það ekki fagnaðarefni er 9 slíkir bílar brunnu í einu í Kaliforníu um daginn. Þeir voru allir geymdir í vöruhúsi sem brann og kemur hefur í ljós eftir brunann að í aðliggjandi húsi var heilmikið marijuna ræktun. Svo mikil var raforkunotkunin við ræktun þess að rafkerfi húsanna brann yfir og bæði húsin urðu eldi að bráð með öllu því sem þar var geymt. Auk þessara 9 Nissan Skyline bíla brunnu aðrir þrír japanskir sportbílar og 12 aðrir bílar. Nissan Skyline er forveri eins athygliverðasta sportbíls dagsins í dag, Nissan GT-R, bíls sem handsmíðaður er og getur att kappi við flesta ofurbíla heims, enda fer hann Nurburgring brautina á 7 mínútum og 19 sekúndum og tekur sprettinn í hundrað á 2,8 sekúndum. Reyndar fer Nismo Nissan GT-R útgáfan þann sprett á 2,1 sekúndu.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent