Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 12:45 Í verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Það starfsfólks em vinnur í samsetningarverksmiðjum Volkswagen en vant að fá myndarlega ársbónusa og á því verður engin breyting fyrir vinnu sína á síðasta ári. Volkswagen ætlar að verðlauna allt starfsfólk sitt með 540.000 króna bónus fyrir vinnu sína í fyrra. Í fyrra fékk starfsfólk þar reyndar 800.000 kr. bónus og því hefur hann lækkað um 260.000 krónur. Fjárhagsstaða Volkswagen hefur versnað mjög í kjölfar uppgötvunar dísilvélasvindls fyrirtækisins, en hefur samt fjárhagslegt bolmagn til að greiða starfsfólki sínu vel og bónusa ofan á föst laun. Í skýringu stjórnarmanns Volkswagen vegna greiðslu bónusanna nú sagði hann að starfsfólk hafi unnið undir miklu álagi, ekki síst vegna umræðunnar sem disilvélasvindlið hafði í för með sér, en hafi skilað frábærri vinnu og að sala Volkswagen hafi aukist á þessum erfiðu tímum, þökk sé góðu starfsfólki og því sé einfaldlega rétt að verðlauna góð störf þess. Sala Volkswagen bíla hefur aukist um 0,6% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, en öll önnur undirmerki Volkswagen, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Man og Scania eru með mun meiri vöxt í sölu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent
Það starfsfólks em vinnur í samsetningarverksmiðjum Volkswagen en vant að fá myndarlega ársbónusa og á því verður engin breyting fyrir vinnu sína á síðasta ári. Volkswagen ætlar að verðlauna allt starfsfólk sitt með 540.000 króna bónus fyrir vinnu sína í fyrra. Í fyrra fékk starfsfólk þar reyndar 800.000 kr. bónus og því hefur hann lækkað um 260.000 krónur. Fjárhagsstaða Volkswagen hefur versnað mjög í kjölfar uppgötvunar dísilvélasvindls fyrirtækisins, en hefur samt fjárhagslegt bolmagn til að greiða starfsfólki sínu vel og bónusa ofan á föst laun. Í skýringu stjórnarmanns Volkswagen vegna greiðslu bónusanna nú sagði hann að starfsfólk hafi unnið undir miklu álagi, ekki síst vegna umræðunnar sem disilvélasvindlið hafði í för með sér, en hafi skilað frábærri vinnu og að sala Volkswagen hafi aukist á þessum erfiðu tímum, þökk sé góðu starfsfólki og því sé einfaldlega rétt að verðlauna góð störf þess. Sala Volkswagen bíla hefur aukist um 0,6% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, en öll önnur undirmerki Volkswagen, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Man og Scania eru með mun meiri vöxt í sölu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent