Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 12:45 Í verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Það starfsfólks em vinnur í samsetningarverksmiðjum Volkswagen en vant að fá myndarlega ársbónusa og á því verður engin breyting fyrir vinnu sína á síðasta ári. Volkswagen ætlar að verðlauna allt starfsfólk sitt með 540.000 króna bónus fyrir vinnu sína í fyrra. Í fyrra fékk starfsfólk þar reyndar 800.000 kr. bónus og því hefur hann lækkað um 260.000 krónur. Fjárhagsstaða Volkswagen hefur versnað mjög í kjölfar uppgötvunar dísilvélasvindls fyrirtækisins, en hefur samt fjárhagslegt bolmagn til að greiða starfsfólki sínu vel og bónusa ofan á föst laun. Í skýringu stjórnarmanns Volkswagen vegna greiðslu bónusanna nú sagði hann að starfsfólk hafi unnið undir miklu álagi, ekki síst vegna umræðunnar sem disilvélasvindlið hafði í för með sér, en hafi skilað frábærri vinnu og að sala Volkswagen hafi aukist á þessum erfiðu tímum, þökk sé góðu starfsfólki og því sé einfaldlega rétt að verðlauna góð störf þess. Sala Volkswagen bíla hefur aukist um 0,6% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, en öll önnur undirmerki Volkswagen, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Man og Scania eru með mun meiri vöxt í sölu. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Það starfsfólks em vinnur í samsetningarverksmiðjum Volkswagen en vant að fá myndarlega ársbónusa og á því verður engin breyting fyrir vinnu sína á síðasta ári. Volkswagen ætlar að verðlauna allt starfsfólk sitt með 540.000 króna bónus fyrir vinnu sína í fyrra. Í fyrra fékk starfsfólk þar reyndar 800.000 kr. bónus og því hefur hann lækkað um 260.000 krónur. Fjárhagsstaða Volkswagen hefur versnað mjög í kjölfar uppgötvunar dísilvélasvindls fyrirtækisins, en hefur samt fjárhagslegt bolmagn til að greiða starfsfólki sínu vel og bónusa ofan á föst laun. Í skýringu stjórnarmanns Volkswagen vegna greiðslu bónusanna nú sagði hann að starfsfólk hafi unnið undir miklu álagi, ekki síst vegna umræðunnar sem disilvélasvindlið hafði í för með sér, en hafi skilað frábærri vinnu og að sala Volkswagen hafi aukist á þessum erfiðu tímum, þökk sé góðu starfsfólki og því sé einfaldlega rétt að verðlauna góð störf þess. Sala Volkswagen bíla hefur aukist um 0,6% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, en öll önnur undirmerki Volkswagen, svo sem Audi, Porsche, Skoda, Man og Scania eru með mun meiri vöxt í sölu.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent