Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 14:24 Peter Jonsson og Carl-Fredrik Arndt. mynd/linkedin/facebook Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal. Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. Þeir voru lykilvitni í máli ákæruvaldsins gegn Turner en hann var í liðinni viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga konunni sem hann lá ofan á þegar Svíarnir sáu hann.Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær en það hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum þykir dómurinn í engu samræmi við alvarleika glæpsins. Þá hefur bréf sem fórnarlambið las upp í dómsal þegar dómur var kveðinn upp vakið mikla athygli en hún ávarpaði Turner beint og sagði hann meðal annars hafa svipt hana einkalífi hennar, tíma hennar, öryggi og sjálfstrausti. Í bréfinu lýsti konan þeim Arndt og Jonsson, sem hún hefur aldrei hitt, sem hetjum. Turner stakk nefnilega af þegar Svíarnir komu að honum og konunni en þeir hlupu hann uppi, náðu honum og héldu honum föstum þar til lögreglan kom og handtók hann.„Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið“ Arndt tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla núna í vikunni en Jonsson hefur ekki viljað ræða við blaðamenn. Að sögn Arndt sáu þeir félagar strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana þar sem Turner var að ráðast á konuna. „Við sáum að hún hreyfði sig ekki en hann hreyfði sig mjög mikið. Svo við stoppuðum og hugsuðum: „Þetta er mjög skrýtið,““ segir Arndt. Þeir ákváðu því að fara til Turner þar sem hann lá ofan á konunni.Sjá einnig: Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ „Þegar hann stóð upp sáum við að hún hreyfði sig ekki neitt svo við fórum til hans og spurðum hvað hann væri eiginlega að gera,“ segir Arnd en í bréfinu lýsir konan því þegar hún sá myndir af sjálfri sér þar sem hún lá á bak við ruslagáminn: „Meðvitundarlaus, með úfið hár, hálsmen vafið um hálsinn á mér, brjósthaldarann lafandi undan kjólnum sem búið var að toga yfir axlirnar á mér, ... kviknakin að neðan með fæturnar glenntar í sundur.“ Þá var hún með greninálar í hárinu og inni í leggöngunum.Gekk úr skugga um að konan væri ekki dáin Sænsku hetjurnar skiptust á fáeinum orðum við Turner áður en hann stakk skyndilega af. Jonsson elti hann, náði honum og tæklaði hann. Arndt var hins vegar áfram hjá konunni og gekk úr skugga um að hún væri á lífi. „Hún lá alveg grafkyrr,“ segir hann. Mennirnir tveir héldu Turner og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang skömmu síðar og handtók hann. Þeir gáfu skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi en hittu þó aldrei konuna sem þeir aðstoðuðu þetta janúarkvöld á skólalóðinni í Stanford: „Takk til mannanna tveggja sem björguðu mér og ég hef ekki enn hitt. Ég sef með tvö hjól sem teiknaði fyrir ofan rúmið mitt til að minna mig á hetjurnar í þessari sögu. Til að minna mig á að við lítum eftir hvort öðru,“ skrifaði konan í bréfinu sem hún las upp í dómsal.
Tengdar fréttir Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42