Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2016 16:27 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. Mennirnir eru báðir fæddir árið 1982. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök.Sagði þeim að láta sig í friði og reyndi að sparka í þá Í dómnum kemur fram að konan hafi hitt þá Inga Björn og Jakob Viðar inni á skemmtistaðnum Spot eftir að hún varð viðskila við vini sína. Hún hafi drukkið mikið þetta kvöld og ekki munað hvernig mennirnir tveir færðu hana upp í leigubíl en hún hafi skyndilega verið komin í ókunnugt hús. Málsatvikum er síðan lýst sem svo í dómi héraðsdóms: „Þar hafi ákærðu gripið í báða handleggi brotaþola og við það hafi armbönd hennar slitnað. Þeir hafi farið með hana nauðuga inn í svefnherbergi í íbúðinni og ýtt henni á rúmið. Hún hafi sagt þeim að láta sig í friði og reynt að sparka í þá. Ákærðu hafi leyst skóreimar hennar og tekið hana úr stígvélum. Því næst hafi þeir rifið hana úr sokkabuxum er hún var í. Ákærði Jakob Viðar hafi glennt fætur hennar sundur og haft við hana samfarir. Brotaþoli hafi reynt að komast í burtu en þá hafi ákærði Jakob stungið getnaðarlim sínum í munn hennar og í sama mund hafi ákærði Ingi Björn hafið samfarir við hana. Stuttu síðar hafi ákærði hætt og hún þá komist í burtu. Síminn hennar hafi hringt og hafi hún fundið hann á gólfinu. Fyrrum sambýlismaður hennar, B, hafi verið í símanum og hafi hún beðið hann um aðstoð.“ Á meðal gagna málsins er skýrsla um réttarfræðilega skoðun á konunni sem gerð var sama dag og nauðgunin átti sér stað. Í henni kemur fram að annar maðurinn hafi sagt henni að þeir hefðu tekið nauðgunina upp á myndband. Þá kemur fram í skýrslunni að konan hafi verið með marbletti á höndum og úlnlið sem geti samrýmst frásögn hennar um að henni hafi haldið.Lögðu á ráðin um að samræma sögu sína Þá eru einnig nokkur myndbönd á meðal gagna málsins að því er fram kemur í dómnum. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans.“Framburður konunnar trúverðugur Við mat á sök mannanna lítur fjölskipaður héraðsdómur til þess að framburður mannanna hafi ekki verið á einn veg undir meðförum málsins. Konan hafi aftur á móti verið trúverðug í framburði sínum: „Hefur hún bæði hjá lögreglu sem og fyrir dómi staðhæft að hún muni atvik mjög lítið sökum ölvunar. Mundi hún einungis brot úr atburðarásinni, allt frá því hún varð ákærðu samferða í leigubílnum frá skemmtistaðnum Spot, allt þar til hún varð þess áskynja í [..., ...] að ákærðu hefðu haft við hana samræði. Framburður brotaþola að þessu leyti hefur stoð í gögnum málsins. Þannig ber myndskeið úr myndavél úr leigubifreið sem ákærðu og brotaþoli fóru með þessa nótt þess skýr merki að brotaþoli var mjög ölvuð. Bera svör hennar og athugsemdir við spurningum ákærðu vitni um þetta, auk þess sem augljóst er að brotaþoli er við það að sofna í bifreiðinni. Leiddi það til þess að ákærðu spurðu hana ítrekað í bifreiðinni hvort hún væri nokkuð að sofna. Þá bera myndskeið úr síma ákærða Jakobs Viðars þess merki að brotaþoli var mjög ölvuð í [..., ...]. Kemur fram að hún er illa áttuð og án nærfatnaðar og sokkabuxna, sem hún að eigin sögn gat ekki klætt sig í sökum ástands síns.“ Mennirnir voru því dæmdir í þriggja ára fangelsi eins og áður segir fyrir að nýta sér ástand konuna og misnota hana kynferðislega. Þá voru þeir einnig dæmdir hvor um sig til að borga konunni 1,2 milljónir króna í miskabætur og allan málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. Mennirnir eru báðir fæddir árið 1982. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök.Sagði þeim að láta sig í friði og reyndi að sparka í þá Í dómnum kemur fram að konan hafi hitt þá Inga Björn og Jakob Viðar inni á skemmtistaðnum Spot eftir að hún varð viðskila við vini sína. Hún hafi drukkið mikið þetta kvöld og ekki munað hvernig mennirnir tveir færðu hana upp í leigubíl en hún hafi skyndilega verið komin í ókunnugt hús. Málsatvikum er síðan lýst sem svo í dómi héraðsdóms: „Þar hafi ákærðu gripið í báða handleggi brotaþola og við það hafi armbönd hennar slitnað. Þeir hafi farið með hana nauðuga inn í svefnherbergi í íbúðinni og ýtt henni á rúmið. Hún hafi sagt þeim að láta sig í friði og reynt að sparka í þá. Ákærðu hafi leyst skóreimar hennar og tekið hana úr stígvélum. Því næst hafi þeir rifið hana úr sokkabuxum er hún var í. Ákærði Jakob Viðar hafi glennt fætur hennar sundur og haft við hana samfarir. Brotaþoli hafi reynt að komast í burtu en þá hafi ákærði Jakob stungið getnaðarlim sínum í munn hennar og í sama mund hafi ákærði Ingi Björn hafið samfarir við hana. Stuttu síðar hafi ákærði hætt og hún þá komist í burtu. Síminn hennar hafi hringt og hafi hún fundið hann á gólfinu. Fyrrum sambýlismaður hennar, B, hafi verið í símanum og hafi hún beðið hann um aðstoð.“ Á meðal gagna málsins er skýrsla um réttarfræðilega skoðun á konunni sem gerð var sama dag og nauðgunin átti sér stað. Í henni kemur fram að annar maðurinn hafi sagt henni að þeir hefðu tekið nauðgunina upp á myndband. Þá kemur fram í skýrslunni að konan hafi verið með marbletti á höndum og úlnlið sem geti samrýmst frásögn hennar um að henni hafi haldið.Lögðu á ráðin um að samræma sögu sína Þá eru einnig nokkur myndbönd á meðal gagna málsins að því er fram kemur í dómnum. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans.“Framburður konunnar trúverðugur Við mat á sök mannanna lítur fjölskipaður héraðsdómur til þess að framburður mannanna hafi ekki verið á einn veg undir meðförum málsins. Konan hafi aftur á móti verið trúverðug í framburði sínum: „Hefur hún bæði hjá lögreglu sem og fyrir dómi staðhæft að hún muni atvik mjög lítið sökum ölvunar. Mundi hún einungis brot úr atburðarásinni, allt frá því hún varð ákærðu samferða í leigubílnum frá skemmtistaðnum Spot, allt þar til hún varð þess áskynja í [..., ...] að ákærðu hefðu haft við hana samræði. Framburður brotaþola að þessu leyti hefur stoð í gögnum málsins. Þannig ber myndskeið úr myndavél úr leigubifreið sem ákærðu og brotaþoli fóru með þessa nótt þess skýr merki að brotaþoli var mjög ölvuð. Bera svör hennar og athugsemdir við spurningum ákærðu vitni um þetta, auk þess sem augljóst er að brotaþoli er við það að sofna í bifreiðinni. Leiddi það til þess að ákærðu spurðu hana ítrekað í bifreiðinni hvort hún væri nokkuð að sofna. Þá bera myndskeið úr síma ákærða Jakobs Viðars þess merki að brotaþoli var mjög ölvuð í [..., ...]. Kemur fram að hún er illa áttuð og án nærfatnaðar og sokkabuxna, sem hún að eigin sögn gat ekki klætt sig í sökum ástands síns.“ Mennirnir voru því dæmdir í þriggja ára fangelsi eins og áður segir fyrir að nýta sér ástand konuna og misnota hana kynferðislega. Þá voru þeir einnig dæmdir hvor um sig til að borga konunni 1,2 milljónir króna í miskabætur og allan málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent