Spieth vann á heimavelli í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 14:45 Jordan Spieth með sigurlaunin í Texas. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fagnaði sigri á Colonial National-boðsmótinu í Texas í gær sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þessi 22 ára gamli kylfingur, sem er annar á heimslistanum, fór lokahringinn á sex höggum undir pari en hann endaði í heildina á 17 höggum undir pari og vann með þriggja högga forskoti. Harry English varð í öðru sæti á fjórtán höggum undir pari og þeir Ryan Palmer og Webb Simpson deildu þriðja til fjórða sæti á þrettán höggum undir pari. Bandaríkjamenn röðuðu sér í sex efstu sætin. Þetta var áttundi PGA-sigur Spieths á ferlinum og sá fyrsti sem hann vinnur í sínu heimaríki, Texas. „Það var gott að ná þessum áfanga og vinna fyrir framan mitt fólk. Þvílík vika,“ sagði sigurreifur Jordan Spieth eftir mótið. Spieth var með aðeins eins höggs forskot fyrir lokahringinn og missti forskotið snemma dags. Hann var búinn að jafna metin á fyrri níu og setti svo sex fugla á seinni níu og tryggði sér sigurinn. Hann er yngsti sigurvegarinn á þessu móti í 86 ár. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth fagnaði sigri á Colonial National-boðsmótinu í Texas í gær sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Þessi 22 ára gamli kylfingur, sem er annar á heimslistanum, fór lokahringinn á sex höggum undir pari en hann endaði í heildina á 17 höggum undir pari og vann með þriggja högga forskoti. Harry English varð í öðru sæti á fjórtán höggum undir pari og þeir Ryan Palmer og Webb Simpson deildu þriðja til fjórða sæti á þrettán höggum undir pari. Bandaríkjamenn röðuðu sér í sex efstu sætin. Þetta var áttundi PGA-sigur Spieths á ferlinum og sá fyrsti sem hann vinnur í sínu heimaríki, Texas. „Það var gott að ná þessum áfanga og vinna fyrir framan mitt fólk. Þvílík vika,“ sagði sigurreifur Jordan Spieth eftir mótið. Spieth var með aðeins eins höggs forskot fyrir lokahringinn og missti forskotið snemma dags. Hann var búinn að jafna metin á fyrri níu og setti svo sex fugla á seinni níu og tryggði sér sigurinn. Hann er yngsti sigurvegarinn á þessu móti í 86 ár.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira