Fullorðnir og börn Óttar Guðmundsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Á mínum uppvaxtarárum var oft talað um hrekkisvín og grenjuskjóður. Þessi orð sem enginn notar lengur (sem betur fer) tákna gerendur og þolendur í ævafornu einelti. Ólafur Kárason í Ljósvíkingi Laxness var t.d. stöðugt ofsóttur af vel meinandi fólki. Egill Skallagrímsson var svo liðtækur eineltisgerandi að hann drap jafnaldra sinn, Grím Heggsson. Einelti fylgir venjulega fyrirfram skrifuðu handriti. Hinir sterku finna veikan blett á einhverjum einum og sameinast um að ofsækja hann. Fjölmargir hoppa upp á vagninn og taka þátt í eineltinu af lífi og sál. Allir vilja vera í vinningsliðinu. Enginn vill vera liðsmaður hrópanda í eyðimörkinni sem einhugur ríkir um að sé fífl. Hjarðhegðun ræður för af fullkomnu miskunnarleysi. Í heimi fullorðinna á vinnustöðum og í félagasamtökum er einelti algengt og lýtur sömu lögmálum. Einelti á netinu gengur eins og endurtekinn faraldur, ekki síst meðal fullorðinna. Ákveðnir aðilar ráða ferðinni og finna höggstað á einhverjum sem ekki hefur viðteknar skoðanir eða sýnir einhvern veikleika. Orð hans eru gjarnan slitin úr samhengi og túlkuð á versta veg. Viðkomandi er svívirtur og velt upp úr alls kyns ávirðingum. Menn spara ekki stóryrðin og kalla viðfangið rasista, fávita og elliæran vitleysing. Þegar rætt er um einelti í skólum er þess krafist að skólinn uppræti það. Kennarar og skólastjórnendur eru harðlega gagnrýndir fyrir slælega framgöngu. En er þessi gamla hjarðhegðun hluti af mannlegu eðli? Hvað geta skólarnir gert við því? Er hægt að ætlast til að börn hagi sér öðruvísi en fullorðnir? Getur einhver ætlast til til þess að einelti hverfi úr skólunum meðan það blómstrar í heimi fullorðinna? Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun
Á mínum uppvaxtarárum var oft talað um hrekkisvín og grenjuskjóður. Þessi orð sem enginn notar lengur (sem betur fer) tákna gerendur og þolendur í ævafornu einelti. Ólafur Kárason í Ljósvíkingi Laxness var t.d. stöðugt ofsóttur af vel meinandi fólki. Egill Skallagrímsson var svo liðtækur eineltisgerandi að hann drap jafnaldra sinn, Grím Heggsson. Einelti fylgir venjulega fyrirfram skrifuðu handriti. Hinir sterku finna veikan blett á einhverjum einum og sameinast um að ofsækja hann. Fjölmargir hoppa upp á vagninn og taka þátt í eineltinu af lífi og sál. Allir vilja vera í vinningsliðinu. Enginn vill vera liðsmaður hrópanda í eyðimörkinni sem einhugur ríkir um að sé fífl. Hjarðhegðun ræður för af fullkomnu miskunnarleysi. Í heimi fullorðinna á vinnustöðum og í félagasamtökum er einelti algengt og lýtur sömu lögmálum. Einelti á netinu gengur eins og endurtekinn faraldur, ekki síst meðal fullorðinna. Ákveðnir aðilar ráða ferðinni og finna höggstað á einhverjum sem ekki hefur viðteknar skoðanir eða sýnir einhvern veikleika. Orð hans eru gjarnan slitin úr samhengi og túlkuð á versta veg. Viðkomandi er svívirtur og velt upp úr alls kyns ávirðingum. Menn spara ekki stóryrðin og kalla viðfangið rasista, fávita og elliæran vitleysing. Þegar rætt er um einelti í skólum er þess krafist að skólinn uppræti það. Kennarar og skólastjórnendur eru harðlega gagnrýndir fyrir slælega framgöngu. En er þessi gamla hjarðhegðun hluti af mannlegu eðli? Hvað geta skólarnir gert við því? Er hægt að ætlast til að börn hagi sér öðruvísi en fullorðnir? Getur einhver ætlast til til þess að einelti hverfi úr skólunum meðan það blómstrar í heimi fullorðinna? Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun