Ójafn leikur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. maí 2016 07:00 Stjórnvöld vinna að því leynt og ljóst, að innan örfárra ára, verði Ríkisútvarpið og Netflix ein eftir á ljósvakanum. Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur RÚV verið sköpuð staða til að murka lífið úr frjálsri fjölmiðlun. Fjölmiðlalögin eru tímaskekkja. RÚV fær 11 milljarða ríkisstuðning næstu 36 mánuði. Netflix á Íslandi fær á fjórða hundrað milljóna á ári í áskriftargjöld skattfrjálst. Fyrirtækið kemst hjá því að greiða skatta og skyldur. Netflix þarf ekki að íslenska sitt efni. Á sama tíma eru rándýrar þýðingarskyldur settar á herðar sjálfstæðum fjölmiðlafyrirtækjum. Og Netflix kemst upp með að sýna bannaðar myndir frá morgni til kvölds ef því er að skipta. Í nýgerðum þjónustusamningi ríkisins og ríkisútvarpsins segir, að RÚV skuli verja átta prósentum af heildartekjum sínum í ár sem meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni sjálfstæðra kvikmyndafyrirtækja. Sú upphæð hækki og verði orðin ellefu prósent 2019. Þessi háttur hefur ekki annað í för með sér en verðbólgu á markaði og gefur RÚV tækifæri til að halda áfram að skreyta sig með stolnum fjöðrum, eins og gerðist fyrr á árinu. RÚV bauð betur en einkareknu stöðvarnar í sýningarréttinn á Ófærð, þá frábæru þáttaröð, þegar hún kom á markað. Ríkisstjórnendurnir hældu svo sjálfum sér og eignuðu sér heiðurinn af verkinu. Aukin áhersla er lögð á samstarf RÚV við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur. Gott og vel. En hvers vegna er þessi sjóður settur inn í RÚV? Hver á að sjá til þess að þessu verði framfylgt – hver á að velja samstarfsmennina? Af hverju er ekki þessi innlendi dagskrárgerðarsjóður aðgengilegur öllum og rekinn fyrir opnum tjöldum? Það er fráleitt að RÚV gangi í hirslur Kvikmyndasjóðs á sama tíma og ríkisbáknið fær aukinn ríkisstyrk. Um helgina greindi Morgunblaðið frá því, að Síminn hafi brugðið á það ráð að stofna félag í Lúxemborg um sjónvarpsstarfsemina. Þannig á að tryggja jafnræði milli þess og erlendra keppinauta. Sagði Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri að fyrirtækinu hafi verið nauðugur sá kostur að fara þessa leið. Fram kom að fjölmiðlalögin frá 2011 geri skýran greinarmun á sjónvarpsútsendingum og myndmiðlun á grundvelli pöntunar, svokallaðri línulegri og ólínulegri dagskrá. Hins vegar séu eftirlitsaðilar í seinni tíð farnir að túlka lögin þannig að flutningsréttur nái jafnt yfir línulegt og ólínulegt sjónvarp, þvert á viðhorf sem ríkja víðast annars staðar. Auglýsingamarkaðurinn er svo sérkapítuli. Merkilegt er að í nefndum þjónustusamningi, sem nær til ársloka 2019, er ekki minnst á auglýsingar. Því er dregin sú ályktun að ekki verði breyting á ægivaldi RÚV þar frekar en á öðrum sviðum. Heimilisfang fjölmiðlafyrirtækja er ekki bundið við útgáfuland, eins og fyrirætlanir Símans bera vitni um. 365 kannar nú möguleikana á því að flytja útgáfu prentmiðla til Bretlands, meðal annars til að auka svigrúmið á auglýsingamarkaði. Það gæti orðið upphafið að frekari flutningi fyrirtækisins til útlanda til þess að jafna leikinn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Stjórnvöld vinna að því leynt og ljóst, að innan örfárra ára, verði Ríkisútvarpið og Netflix ein eftir á ljósvakanum. Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur RÚV verið sköpuð staða til að murka lífið úr frjálsri fjölmiðlun. Fjölmiðlalögin eru tímaskekkja. RÚV fær 11 milljarða ríkisstuðning næstu 36 mánuði. Netflix á Íslandi fær á fjórða hundrað milljóna á ári í áskriftargjöld skattfrjálst. Fyrirtækið kemst hjá því að greiða skatta og skyldur. Netflix þarf ekki að íslenska sitt efni. Á sama tíma eru rándýrar þýðingarskyldur settar á herðar sjálfstæðum fjölmiðlafyrirtækjum. Og Netflix kemst upp með að sýna bannaðar myndir frá morgni til kvölds ef því er að skipta. Í nýgerðum þjónustusamningi ríkisins og ríkisútvarpsins segir, að RÚV skuli verja átta prósentum af heildartekjum sínum í ár sem meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni sjálfstæðra kvikmyndafyrirtækja. Sú upphæð hækki og verði orðin ellefu prósent 2019. Þessi háttur hefur ekki annað í för með sér en verðbólgu á markaði og gefur RÚV tækifæri til að halda áfram að skreyta sig með stolnum fjöðrum, eins og gerðist fyrr á árinu. RÚV bauð betur en einkareknu stöðvarnar í sýningarréttinn á Ófærð, þá frábæru þáttaröð, þegar hún kom á markað. Ríkisstjórnendurnir hældu svo sjálfum sér og eignuðu sér heiðurinn af verkinu. Aukin áhersla er lögð á samstarf RÚV við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur. Gott og vel. En hvers vegna er þessi sjóður settur inn í RÚV? Hver á að sjá til þess að þessu verði framfylgt – hver á að velja samstarfsmennina? Af hverju er ekki þessi innlendi dagskrárgerðarsjóður aðgengilegur öllum og rekinn fyrir opnum tjöldum? Það er fráleitt að RÚV gangi í hirslur Kvikmyndasjóðs á sama tíma og ríkisbáknið fær aukinn ríkisstyrk. Um helgina greindi Morgunblaðið frá því, að Síminn hafi brugðið á það ráð að stofna félag í Lúxemborg um sjónvarpsstarfsemina. Þannig á að tryggja jafnræði milli þess og erlendra keppinauta. Sagði Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri að fyrirtækinu hafi verið nauðugur sá kostur að fara þessa leið. Fram kom að fjölmiðlalögin frá 2011 geri skýran greinarmun á sjónvarpsútsendingum og myndmiðlun á grundvelli pöntunar, svokallaðri línulegri og ólínulegri dagskrá. Hins vegar séu eftirlitsaðilar í seinni tíð farnir að túlka lögin þannig að flutningsréttur nái jafnt yfir línulegt og ólínulegt sjónvarp, þvert á viðhorf sem ríkja víðast annars staðar. Auglýsingamarkaðurinn er svo sérkapítuli. Merkilegt er að í nefndum þjónustusamningi, sem nær til ársloka 2019, er ekki minnst á auglýsingar. Því er dregin sú ályktun að ekki verði breyting á ægivaldi RÚV þar frekar en á öðrum sviðum. Heimilisfang fjölmiðlafyrirtækja er ekki bundið við útgáfuland, eins og fyrirætlanir Símans bera vitni um. 365 kannar nú möguleikana á því að flytja útgáfu prentmiðla til Bretlands, meðal annars til að auka svigrúmið á auglýsingamarkaði. Það gæti orðið upphafið að frekari flutningi fyrirtækisins til útlanda til þess að jafna leikinn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun