Garcia sigraði á Byron Nelson eftir bráðabana Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2016 23:00 Garcia fagnar á hringnum í dag. Vísir/Getty Spænski kylfingurinn Sergio Garcia bar sigur úr býtum á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi í dag en grípa þurfti til bráðabana til að finna sigurvegarann í Texas. Er þetta níundi PGA-titill Garcia á ferlinum en taugar hans reyndust sterkari á lokasprettinum og dugði honum par á fyrstu holu bráðabanans til að tryggja sér sigur. Spænski kylfingurinn var þremur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokadaginn en Garcia kom í hús á lokadegi mótsins á tveimur höggum undir pari og alls 15 höggum undir pari. Koepka náði ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir sigrinum á átjándu holu og þurfti því bráðabana til að skera út um hver tæki bikarinn heim. Koepka náði sér aldrei á strik þar og eftir tvípútt lék hann síðustu holuna á tvöföldum skolla. Var því eftirleikurinn auðveldur fyrir Garcia sem setti niður stutt pútt fyrir sigrinum. Jordan Spieth náði sér ekki á strik á lokadeginum en Spieth lauk leik í 18. sæti eftir að hafa aðeins náð tveimur fuglum og sex skollum á lokahringnum.And the winner is…@TheSergioGarcia! #ATTByronNelson pic.twitter.com/db463nb6GG— AT&T Byron Nelson (@attbyronnelson) May 22, 2016 Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia bar sigur úr býtum á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi í dag en grípa þurfti til bráðabana til að finna sigurvegarann í Texas. Er þetta níundi PGA-titill Garcia á ferlinum en taugar hans reyndust sterkari á lokasprettinum og dugði honum par á fyrstu holu bráðabanans til að tryggja sér sigur. Spænski kylfingurinn var þremur höggum á eftir Brooks Koepka fyrir lokadaginn en Garcia kom í hús á lokadegi mótsins á tveimur höggum undir pari og alls 15 höggum undir pari. Koepka náði ekki að setja niður fimm metra pútt fyrir sigrinum á átjándu holu og þurfti því bráðabana til að skera út um hver tæki bikarinn heim. Koepka náði sér aldrei á strik þar og eftir tvípútt lék hann síðustu holuna á tvöföldum skolla. Var því eftirleikurinn auðveldur fyrir Garcia sem setti niður stutt pútt fyrir sigrinum. Jordan Spieth náði sér ekki á strik á lokadeginum en Spieth lauk leik í 18. sæti eftir að hafa aðeins náð tveimur fuglum og sex skollum á lokahringnum.And the winner is…@TheSergioGarcia! #ATTByronNelson pic.twitter.com/db463nb6GG— AT&T Byron Nelson (@attbyronnelson) May 22, 2016
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira