Mustang, Camaro og Challenger slakir í öryggisprófunum Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 09:52 Ford Mustang í öryggisprófi IIHS. Bílaáhugamenn kaupa sportbíla til að aka þeim hratt og þá er eins gott að þeir séu fremur öruggir bílar ef til óhappa kemur. Það á þó alls ekki við í tilviki bandarísku sportbílanna Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger því allir þessir bílar fengu mjög lélega einkunn í öryggisprófunum bandarísku IIHS umferðaröryggisstofnunarinnar. Enginn þessara þriggja bíla náði Top Safety Pick einkunn og ekki heldur næst hæstu einkunn, Top Safety Pick+, sem einir 65 aðrir bílar af 2016 árgerð hafa náð. Í umsögn IIHS segir að svo virðist sem þessir sportbílar séu almennt ekki eins vel útbúnir hvað öryggi varðar og hefðbundnir fjölskyldubílar og að það sé langt í frá viðunandi. Sérlega sé það bagalegt í ljósi þess að þessum bílum sé oft ekið á meiri hraða en öðrum bílum og því sé enn mikilvægara að þeir séu öruggir. Í árekstarprufu framan á annað horn bílanna í 60 km hraða reyndist Chevrolet Camaro skástur og fékk einkunnina “good”, en Mustang fékk aðeins “acceptable” og Challenger enn verri einkunn, eða “marginal”. Í tilviki hans er mjög líklegt að ökumaður verði fyrir skaða á fótum. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent
Bílaáhugamenn kaupa sportbíla til að aka þeim hratt og þá er eins gott að þeir séu fremur öruggir bílar ef til óhappa kemur. Það á þó alls ekki við í tilviki bandarísku sportbílanna Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger því allir þessir bílar fengu mjög lélega einkunn í öryggisprófunum bandarísku IIHS umferðaröryggisstofnunarinnar. Enginn þessara þriggja bíla náði Top Safety Pick einkunn og ekki heldur næst hæstu einkunn, Top Safety Pick+, sem einir 65 aðrir bílar af 2016 árgerð hafa náð. Í umsögn IIHS segir að svo virðist sem þessir sportbílar séu almennt ekki eins vel útbúnir hvað öryggi varðar og hefðbundnir fjölskyldubílar og að það sé langt í frá viðunandi. Sérlega sé það bagalegt í ljósi þess að þessum bílum sé oft ekið á meiri hraða en öðrum bílum og því sé enn mikilvægara að þeir séu öruggir. Í árekstarprufu framan á annað horn bílanna í 60 km hraða reyndist Chevrolet Camaro skástur og fékk einkunnina “good”, en Mustang fékk aðeins “acceptable” og Challenger enn verri einkunn, eða “marginal”. Í tilviki hans er mjög líklegt að ökumaður verði fyrir skaða á fótum.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent