Lið Elísabetar og Sifjar reynir að bjarga sér frá gjaldþroti með hópsöfnun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 10:00 Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira