Þýskaland hótar að banna sölu bíla Fiat Chrysler vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 10:16 Er Fiat Chrysler í djúpum skít líkt og Volkswagen vegna dísilvélasvindls? Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent