Stöðugur straumur á afmælissýningu BMW Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 13:16 BMW 635 var sannkallaður stássbíll úr smiðju BMW. Afmælissýning BL í tilefni 100 ára afmælis BMW sem haldin var við Sævarhöfða sl. laugardag gekk vel í sólbaðsveðrinu sem lék við höfuðborgarbúa framan af degi. Straumur gesta í sýningarsalinn var jafn og stöðugur yfir daginn og höfðu um fimm hundruð manns litið við í heimsókn þegar sýningunni lauk kl. 16. Meðal áhugasamra var einn sem mætti á sýninguna á glæsilegu eintaki af BMW 635 árg 1986 sem lýtur út eins og nýr. Eins og búast mátti við stóðu stjörnur sýningarinnar, sportbílarnir i8 og M2 vel undir væntingum gesta, einkum og sér í lagi meðal ungu kynslóðarinnar sem mátaði sig við bílana á meðan þeir eldri skoðuðu vel sérstakar afmælisútgáfur af BMW X5 og 525d sem nú bjóðast á sérstöku afmælisverði í tilefni tímamótanna í sögu BMW. Að lokum má geta þess að á tímabili var biðröð eftir því að fá að prófa rafmagnsbílinn BMW i3 sem BL mun hefja sölu á síðar á þessu ári. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent
Afmælissýning BL í tilefni 100 ára afmælis BMW sem haldin var við Sævarhöfða sl. laugardag gekk vel í sólbaðsveðrinu sem lék við höfuðborgarbúa framan af degi. Straumur gesta í sýningarsalinn var jafn og stöðugur yfir daginn og höfðu um fimm hundruð manns litið við í heimsókn þegar sýningunni lauk kl. 16. Meðal áhugasamra var einn sem mætti á sýninguna á glæsilegu eintaki af BMW 635 árg 1986 sem lýtur út eins og nýr. Eins og búast mátti við stóðu stjörnur sýningarinnar, sportbílarnir i8 og M2 vel undir væntingum gesta, einkum og sér í lagi meðal ungu kynslóðarinnar sem mátaði sig við bílana á meðan þeir eldri skoðuðu vel sérstakar afmælisútgáfur af BMW X5 og 525d sem nú bjóðast á sérstöku afmælisverði í tilefni tímamótanna í sögu BMW. Að lokum má geta þess að á tímabili var biðröð eftir því að fá að prófa rafmagnsbílinn BMW i3 sem BL mun hefja sölu á síðar á þessu ári.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent