Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Þór/KA 1-1| Norðanstúlkur nældu sér í gott stig | Sjáðu mörkin Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvellinum skrifar 24. maí 2016 20:45 Þór/KA nældi sér í gott stig á erfiðum útivelli þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Svava Rós Guðmundsdóttir opnaði markareikninginn í frekar braðgdaufum leik á 22. mínútu með fyrsta skoti leiksins. Anna Rakel Pétursdóttir jafnaði leikinn á 34. mínútu með fyrsta skoti útiliðsins í leiknum. Eftir þetta einkenndist leikurinn af stöðubaráttu milli liðanna án þess þó að liðin hafi náð að ógna marki andstæðinganna að ráði. Ríkjandi Íslandsmeistarar Blika sitja því uppi með fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðir mótsins en Þór/KA getur vel við unað með gott stig. Sjá má mörkin úr leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.Af hverju varð jafntefli? Hér mættust einfaldlega stálin stinn. Liðunum tókst nokkurnveginn að núlla hvort annað út frá upphafi til enda. Blikar byrjuðu þó mun betur og norðanstúlkur höfðu varla gert nokkuð af viti þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði opnunarmark leiksins. Fastlega hefði mátt gera ráð fyrir því að við þetta myndi Þór/KA brotna en þær bognuðu bara og náðu sér vel á strik og voru ekki lengi að jafna leikinn. Það var fátt um fína drætti sóknarlega og tókst vörnum beggja liða að koma í veg fyrir hættulegi færi hvors annars en einu færin sem telja mætti góð voru þau sem skorað var úr. Karen Nóadóttir fyrirliði Þór/KA fór fyrir sínu liði og vann hvert návígið á fætur öðru en að sama skapi mættu miðverðir Blika Söndru Maríu Jessen af miklum krafti svo að hún komst aldrei í takt við leikinn. Það voru því varnir liðanna sem spiluðu aðalhlutverk. Hvorugu liðinu tókst að sigla fram úr hinu og því fór sem fór. Þó verður að taka fram að mjög hvasst var í Kópavogi í kvöld og bitnaði það klárlega á gæðum leiksins.Þessar stóðu upp úrLíkt og áður sagði var Karen Nóadóttir allt í öllu í vörn Þórsara og dreif sitt lið áfram á erfiðum útivelli. Vörn og miðju Þór/KA tókst vel að loka þeim svæðum sem Blikastúlkur eru svo góðar í að nýta sér í framlínunni. Hinum megin á vellinum voru Guðrún Arnardóttur og Málfríður Erna öflugar en það segir sína sögu að Þór/KA skoraði markið sitt á meðan Málfríður Erna var utan vallar vegna meiðsla. Fanndís Friðriksdóttir hjá Blikum og Sandra Stephany Mayor Gutierrez og Þór/KA sýndu einnig lipra sóknartilburði og voru oft nálægt því að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína í framlínum liðanna sem virtust oft á tíðum ekki vera á sama hraða og þær tvær.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk ekki vel. Bæði lið voru lengi að byggja upp sóknir sínar og fyrsta skotið á markið kom ekki fyrr en á 24. mínútu og var það þegar Svava Rós skorað mark Blika. Þór/KA skoraði einnig úr sínu fyrsta skoti á 34. mínútu og segir þetta sína sögu um sóknarleik liðanna. Ekki batnaði þetta mikið í seinni hálfleik og voru stórir kaflar í honum þar sem ekkert var að gerast fram á við. Fanndís var oft á tíðum sú eina sem var að reyna í liði Blika og Sanda María Jessen, sá frábæri framherji, var nánast ekki með. Bæði lið þurfa að vinna betur í sóknarleik sínum, Söndrurnar tvær hjá Þór/KA þurfta að rækta á milli sín betri skilning og aðrir sóknarmenn Blika þurfa að komast á sömu bylgjulengd og Fanndís.Hvað gerist næst? Norðanstúlkur geta vel við unað með stigið í kvöld. Eftir þennan leik hafa þær heimsótt tvö erfiðustu útivelli landsins en liðið spilaði gegn Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð og steinlá þar. Markmið liðsins er að vera í toppbaráttunni og ætli það að ganga eftir þarf liðið að gera nákvæmlega það sem gerði í kvöld, að reita stigin á útivelli af sínum helstu keppinautum. Blikastúlkur eru bersýnilega ekki sáttar við uppskeruna hingað til en Íslandsmeistararnir eru aðeins með fimm stig eftir þrjá leiki. Það er ekki nógu gott og þurfa þær að girða sig í brók gegn næsta leik gegn Selfossi á útivelli.Jóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelJóhann Kristinn: Við erum að rúlla af staðÞjálfari Þórs/KA var ánægður með stigið gegn Blikum í kvöld en viðurkenndi þó að hann væri pínu svekktur með að hafa ekki nælt í öll stigin þrjú sem í boði voru. „Við tökum stiginu fagnandi en við hefðum gjarnan viljað taka stigin þrjú í dag,“ sem segir að leikurinn fari seint í sögubækurnar en mikið hvassviðri gerði leikmönnum erfitt um vik á köflum. „Gæði leiksins fótboltalega fara ekki í sögubækurnar en barátta og ýmislegt sem bæði voru að gera var ágætlega leyst miðað við aðstæður,“ segir Jóhann Kristinn. Þór/KA er með 4 stig eftir þrjár umferðir en er að sama skapi búið að heimsækja Kópavog og Garðabæ, tvo af erfiðustu útivöllum landsins. Þjálfari Þór/KA sér margt jákvætt í spilamennsku liðsins og telur að það sé stígandi í liðinu. „Við erum að rúlla af stað. Við áttum hörmungarleik í byrjun í beinni. Það kannski gerði að verkum að lið verða værukær gegn okkur. Við erum að þéttast og það er stígandi hjá hverjum degi hjá okkur,“ segir Jóhann Kristinn.Þorsteinn H. Halldórsson.Þorsteinn H: Erfitt fyrir hinar að halda sama tempó og Fanndís„Við vorum að gera mikið af tæknifeilum í kvöld en heilt yfir var þetta líklega sanngjörn niðurstaða,“ segir Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari Breiðabliks sem segir að staða liðsins sé ekki nógu góð eftir þrjá leiki þar sem liðið er aðeins með fimm stig. „Staðan er ekki nógu góð en þetta er 18 leikja mót og það er það sem skiptir máli,“ segir Þorsteinn. „Það þýðir ekkert að hugsa um hvernig staðan verður í haust núna. Það er stutt í næsta leik og þar er ætlum við að taka þrjú stig.“ Fanndís Friðriksdóttir var besti maður Blika í kvöld og virtist oft á tíðum vera sú eina sem var að reyna að sækja til sigurs. Þorsteinn segir að ákvarðanataka liðsins hafi ekki verið nógu góð og skort hafi á stuðning við Fanndísi. „Það er erfitt fyrir hinar fyrir hinar að vera á sama tempó og hún en við áttum mikið af möguleikum á góðum sóknum en klikkuðum á síðustu sendingum,“ segir Þorsteinn. Það varð allt vitlaust í stúkunni þegar Fanndís var dæmd rangstæð er hún var sloppinn í gegn í seinni hálfleik í stöðunni 1-1. Ljóst er að afar litlu munaði á því hvort hún væri rangstæð eða ekki og vonar Þorsteinn innilega að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér. „Ég er ekki í beinni línu en ég leit upp í stúku á fólk sem var í beinni línu við þetta og það var ekki sátt. Ég ætla rétt að vona að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér.“Karen Nóadóttir, fyrirliði Þórs/KAKaren: „Við erum ekki í þessari deild til þess að leika okkur“ „Við komum hingað til að taka þrjú stigin en fyrirfram hefði maður kannski sætt sig við eitt stig. Maður vill samt alltaf stigin þrjú, hvort sem það er heima eða úti,“ sagði Karen Nóadóttir, fyrirliði Þórs/KA ansi rám eftir að hafa öskrað sitt lið áfram í kvöld. Mjög hvasst var á Kópavogsvelli í kvöld og telur Karen að það hafi haft áhrif á spilamennsku leikmanna í kvöld. „Það var mjög hvasst og þetta var örugglega ekki fallegasti fótboltaleikurinn í kvöld á að horfa,“ segir Karen en bendir á að vindurinn hafi ekki gert upp á milli liða, hann hafi haft jöfn áhrif á bæði lið. Norðanstúlkur geta vel við unað með fjögur stig eftir tvær ferðir á erfiðustu útivelli landsins, gegn Stjörnunni og Blikum og segir Karen að liðið sé nú farið að bæta upp fyrir slæma frammistöðu í fyrsta leik liðsins. „Við vorum eins og algjörir aular í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni en nú erum við að sýna öllum það og svara fyrir það. Við erum ekki í þessari deild til þess að leika okkur og sparka með vinstri. Við ætlum okkur að ná árangri,“ segir Karen nokkuð sátt eftir leik kvöldsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Þór/KA nældi sér í gott stig á erfiðum útivelli þegar Breiðablik og Þór/KA mættust í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Svava Rós Guðmundsdóttir opnaði markareikninginn í frekar braðgdaufum leik á 22. mínútu með fyrsta skoti leiksins. Anna Rakel Pétursdóttir jafnaði leikinn á 34. mínútu með fyrsta skoti útiliðsins í leiknum. Eftir þetta einkenndist leikurinn af stöðubaráttu milli liðanna án þess þó að liðin hafi náð að ógna marki andstæðinganna að ráði. Ríkjandi Íslandsmeistarar Blika sitja því uppi með fimm stig eftir fyrstu þrjár umferðir mótsins en Þór/KA getur vel við unað með gott stig. Sjá má mörkin úr leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.Af hverju varð jafntefli? Hér mættust einfaldlega stálin stinn. Liðunum tókst nokkurnveginn að núlla hvort annað út frá upphafi til enda. Blikar byrjuðu þó mun betur og norðanstúlkur höfðu varla gert nokkuð af viti þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði opnunarmark leiksins. Fastlega hefði mátt gera ráð fyrir því að við þetta myndi Þór/KA brotna en þær bognuðu bara og náðu sér vel á strik og voru ekki lengi að jafna leikinn. Það var fátt um fína drætti sóknarlega og tókst vörnum beggja liða að koma í veg fyrir hættulegi færi hvors annars en einu færin sem telja mætti góð voru þau sem skorað var úr. Karen Nóadóttir fyrirliði Þór/KA fór fyrir sínu liði og vann hvert návígið á fætur öðru en að sama skapi mættu miðverðir Blika Söndru Maríu Jessen af miklum krafti svo að hún komst aldrei í takt við leikinn. Það voru því varnir liðanna sem spiluðu aðalhlutverk. Hvorugu liðinu tókst að sigla fram úr hinu og því fór sem fór. Þó verður að taka fram að mjög hvasst var í Kópavogi í kvöld og bitnaði það klárlega á gæðum leiksins.Þessar stóðu upp úrLíkt og áður sagði var Karen Nóadóttir allt í öllu í vörn Þórsara og dreif sitt lið áfram á erfiðum útivelli. Vörn og miðju Þór/KA tókst vel að loka þeim svæðum sem Blikastúlkur eru svo góðar í að nýta sér í framlínunni. Hinum megin á vellinum voru Guðrún Arnardóttur og Málfríður Erna öflugar en það segir sína sögu að Þór/KA skoraði markið sitt á meðan Málfríður Erna var utan vallar vegna meiðsla. Fanndís Friðriksdóttir hjá Blikum og Sandra Stephany Mayor Gutierrez og Þór/KA sýndu einnig lipra sóknartilburði og voru oft nálægt því að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína í framlínum liðanna sem virtust oft á tíðum ekki vera á sama hraða og þær tvær.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk ekki vel. Bæði lið voru lengi að byggja upp sóknir sínar og fyrsta skotið á markið kom ekki fyrr en á 24. mínútu og var það þegar Svava Rós skorað mark Blika. Þór/KA skoraði einnig úr sínu fyrsta skoti á 34. mínútu og segir þetta sína sögu um sóknarleik liðanna. Ekki batnaði þetta mikið í seinni hálfleik og voru stórir kaflar í honum þar sem ekkert var að gerast fram á við. Fanndís var oft á tíðum sú eina sem var að reyna í liði Blika og Sanda María Jessen, sá frábæri framherji, var nánast ekki með. Bæði lið þurfa að vinna betur í sóknarleik sínum, Söndrurnar tvær hjá Þór/KA þurfta að rækta á milli sín betri skilning og aðrir sóknarmenn Blika þurfa að komast á sömu bylgjulengd og Fanndís.Hvað gerist næst? Norðanstúlkur geta vel við unað með stigið í kvöld. Eftir þennan leik hafa þær heimsótt tvö erfiðustu útivelli landsins en liðið spilaði gegn Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð og steinlá þar. Markmið liðsins er að vera í toppbaráttunni og ætli það að ganga eftir þarf liðið að gera nákvæmlega það sem gerði í kvöld, að reita stigin á útivelli af sínum helstu keppinautum. Blikastúlkur eru bersýnilega ekki sáttar við uppskeruna hingað til en Íslandsmeistararnir eru aðeins með fimm stig eftir þrjá leiki. Það er ekki nógu gott og þurfa þær að girða sig í brók gegn næsta leik gegn Selfossi á útivelli.Jóhann Kristinn Gunnarsson, Þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelJóhann Kristinn: Við erum að rúlla af staðÞjálfari Þórs/KA var ánægður með stigið gegn Blikum í kvöld en viðurkenndi þó að hann væri pínu svekktur með að hafa ekki nælt í öll stigin þrjú sem í boði voru. „Við tökum stiginu fagnandi en við hefðum gjarnan viljað taka stigin þrjú í dag,“ sem segir að leikurinn fari seint í sögubækurnar en mikið hvassviðri gerði leikmönnum erfitt um vik á köflum. „Gæði leiksins fótboltalega fara ekki í sögubækurnar en barátta og ýmislegt sem bæði voru að gera var ágætlega leyst miðað við aðstæður,“ segir Jóhann Kristinn. Þór/KA er með 4 stig eftir þrjár umferðir en er að sama skapi búið að heimsækja Kópavog og Garðabæ, tvo af erfiðustu útivöllum landsins. Þjálfari Þór/KA sér margt jákvætt í spilamennsku liðsins og telur að það sé stígandi í liðinu. „Við erum að rúlla af stað. Við áttum hörmungarleik í byrjun í beinni. Það kannski gerði að verkum að lið verða værukær gegn okkur. Við erum að þéttast og það er stígandi hjá hverjum degi hjá okkur,“ segir Jóhann Kristinn.Þorsteinn H. Halldórsson.Þorsteinn H: Erfitt fyrir hinar að halda sama tempó og Fanndís„Við vorum að gera mikið af tæknifeilum í kvöld en heilt yfir var þetta líklega sanngjörn niðurstaða,“ segir Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari Breiðabliks sem segir að staða liðsins sé ekki nógu góð eftir þrjá leiki þar sem liðið er aðeins með fimm stig. „Staðan er ekki nógu góð en þetta er 18 leikja mót og það er það sem skiptir máli,“ segir Þorsteinn. „Það þýðir ekkert að hugsa um hvernig staðan verður í haust núna. Það er stutt í næsta leik og þar er ætlum við að taka þrjú stig.“ Fanndís Friðriksdóttir var besti maður Blika í kvöld og virtist oft á tíðum vera sú eina sem var að reyna að sækja til sigurs. Þorsteinn segir að ákvarðanataka liðsins hafi ekki verið nógu góð og skort hafi á stuðning við Fanndísi. „Það er erfitt fyrir hinar fyrir hinar að vera á sama tempó og hún en við áttum mikið af möguleikum á góðum sóknum en klikkuðum á síðustu sendingum,“ segir Þorsteinn. Það varð allt vitlaust í stúkunni þegar Fanndís var dæmd rangstæð er hún var sloppinn í gegn í seinni hálfleik í stöðunni 1-1. Ljóst er að afar litlu munaði á því hvort hún væri rangstæð eða ekki og vonar Þorsteinn innilega að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér. „Ég er ekki í beinni línu en ég leit upp í stúku á fólk sem var í beinni línu við þetta og það var ekki sátt. Ég ætla rétt að vona að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér.“Karen Nóadóttir, fyrirliði Þórs/KAKaren: „Við erum ekki í þessari deild til þess að leika okkur“ „Við komum hingað til að taka þrjú stigin en fyrirfram hefði maður kannski sætt sig við eitt stig. Maður vill samt alltaf stigin þrjú, hvort sem það er heima eða úti,“ sagði Karen Nóadóttir, fyrirliði Þórs/KA ansi rám eftir að hafa öskrað sitt lið áfram í kvöld. Mjög hvasst var á Kópavogsvelli í kvöld og telur Karen að það hafi haft áhrif á spilamennsku leikmanna í kvöld. „Það var mjög hvasst og þetta var örugglega ekki fallegasti fótboltaleikurinn í kvöld á að horfa,“ segir Karen en bendir á að vindurinn hafi ekki gert upp á milli liða, hann hafi haft jöfn áhrif á bæði lið. Norðanstúlkur geta vel við unað með fjögur stig eftir tvær ferðir á erfiðustu útivelli landsins, gegn Stjörnunni og Blikum og segir Karen að liðið sé nú farið að bæta upp fyrir slæma frammistöðu í fyrsta leik liðsins. „Við vorum eins og algjörir aular í fyrsta leiknum gegn Stjörnunni en nú erum við að sýna öllum það og svara fyrir það. Við erum ekki í þessari deild til þess að leika okkur og sparka með vinstri. Við ætlum okkur að ná árangri,“ segir Karen nokkuð sátt eftir leik kvöldsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira