Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2016 17:08 Laxaseiði um það bil að fara í örmerkingu Mynd: KL Laxveiðimenn bíða þess nú að fyrstu árnar opni fyrir veiðimönnum en það gerist í lok næstu viku. Á sama tíma og beðið er eftir því að laxinn komi stór og tökuglaður úr sjó eru laxaseiðin að fara úr ánum og til sjávar. Laxaseiðin eru í ánum í 3-5 ár og þegar þau hafa náð réttum þroska og stærð undirbúa þau sig fyrir sjávardvöl með því að fara í göngubúning (smolta). Í veðurbreytingunum í vikunni hafa skilyrði fyrir sjógöngu laxaseiðanna verið afskaplega hagstæð enda sést það vel t.d. í Elliðaánum en þar er seiðaskilja þar sem seiðin eru talin og örmerkt. Þar fylltust tunnurnar um leið og áin hækkaði í rigningunum og seiðin fóru að leita leiðar sinnar niður ánna en eru gripinn í tunnurnar. Þar tekur á móti þeim Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að því að telja og örmerkja seiðin. Þetta er feyknamikil vinna enda merkir Jóhannes um það bil 16-25% af allri göngunni árlega. Þetta skilar gífurlega mikilvægum upplýsingum um stöðu stofnsins í ánum því með þessu má sjá stöðu í endurheimtum á laxinum. Jóhannes hefur einnig umsjón með rannsóknum á urriðastofninum á Þingvöllum og hefur þar árlega sýningu á ísaldarurriðanum við bakka Öxará. Það var ekki annað að sjá en að laxaseiðin færu vel haldin til sjávar og það er vonandi að sjórinn taki vel á móti þeim og skili sem mestu af þeim til baka að ári. Við erum svo að sjá næstu vikur og mánuði hvernig skyldmenni þeirra höfðu það í vetrardvölinni í sjónum en þau hópast nú að veiðiánum, klár til að taka agn veiðimanna. Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Laxveiðimenn bíða þess nú að fyrstu árnar opni fyrir veiðimönnum en það gerist í lok næstu viku. Á sama tíma og beðið er eftir því að laxinn komi stór og tökuglaður úr sjó eru laxaseiðin að fara úr ánum og til sjávar. Laxaseiðin eru í ánum í 3-5 ár og þegar þau hafa náð réttum þroska og stærð undirbúa þau sig fyrir sjávardvöl með því að fara í göngubúning (smolta). Í veðurbreytingunum í vikunni hafa skilyrði fyrir sjógöngu laxaseiðanna verið afskaplega hagstæð enda sést það vel t.d. í Elliðaánum en þar er seiðaskilja þar sem seiðin eru talin og örmerkt. Þar fylltust tunnurnar um leið og áin hækkaði í rigningunum og seiðin fóru að leita leiðar sinnar niður ánna en eru gripinn í tunnurnar. Þar tekur á móti þeim Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að því að telja og örmerkja seiðin. Þetta er feyknamikil vinna enda merkir Jóhannes um það bil 16-25% af allri göngunni árlega. Þetta skilar gífurlega mikilvægum upplýsingum um stöðu stofnsins í ánum því með þessu má sjá stöðu í endurheimtum á laxinum. Jóhannes hefur einnig umsjón með rannsóknum á urriðastofninum á Þingvöllum og hefur þar árlega sýningu á ísaldarurriðanum við bakka Öxará. Það var ekki annað að sjá en að laxaseiðin færu vel haldin til sjávar og það er vonandi að sjórinn taki vel á móti þeim og skili sem mestu af þeim til baka að ári. Við erum svo að sjá næstu vikur og mánuði hvernig skyldmenni þeirra höfðu það í vetrardvölinni í sjónum en þau hópast nú að veiðiánum, klár til að taka agn veiðimanna.
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði