Boltinn elti hugi þátttakenda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2016 10:45 Þeir þátttakendur sem sjást á þessari mynd heita Ceniza, Diana, Lilian, Irena og Zane. Mynd/Guðrún Thors Auðvitað er algengt að leikhúsið sé notað sem spegill á samfélagið og í þessu tilfelli eru það borgararnir sem fengu tækifæri til að velta upp spurningum um samfélagið,“ segir Vala Höskuldsdóttir um sýninguna Borgarasviðið – leiðsögn fyrir innfædda – sem frumsýnd verður í kvöld á vegum Menningarfélags Akureyrar. Þar er Vala annar tveggja listrænna stjórnenda, hinn er Aude Busson. „Aðaláherslan er á spurningarnar: Hvernig er akureyrsk menning? og Hvað er að virka í samfélaginu og hvað ekki?“ upplýsir Vala. „Við auglýstum eftir fólki til að taka þátt í ferlinu og talsverður hópur svaraði kallinu og sagði: „Ég vil vera með.“ Boltinn elti svo hugi þátttakenda og eftir nokkur skipti varð þróunin sú að kjarninn í þeim hópi sem er búinn að vinna saman frá því í nóvember samanstendur af konum sem eiga allar uppruna sinn erlendis. Að einhverju leyti tilviljun en samt kannski ekki. Eitt af því sem við komumst að í ferlinu er að Akureyringar – og eflaust flestir Íslendingar – draga sig stundum út úr verkefnum þar sem meirihluti þátttakenda er af erlendu bergi brotinn. Kannski förum við Íslendingar gjarnan í einhvern heimagír og finnst of mikið vesen að þurfa að tala hægt og setja okkur inn í aðstæður sem okkur eru framandi og ókunnar en svo förum við til útlanda og finnst sjálfsagt að kynnast alls konar fólki þar – en bara alls ekki heima hjá okkur.“„Ég er búin að læra mikið af þessu ferli og er orðin aðeins betri í að spyrja spurninga,” segir Vala.Vísir/StefánTil að byrja með virtust konurnar upp til hópa mjög ánægðar með að búa á Akureyri, að sögn Völu. „Allt var bara frábært, allir söngelskir, barngóðir, glaðlegir og góðir. En þegar leið á samtalið opnaðist fyrir fleira, þess vegna var gott að hafa ferlið svona langt. Tilfellið er að okkur heimafólkið virðist skorta forvitni og áhuga fyrir því óþekkta, hugsanlega af því við erum svo ánægð með okkur sjálf eða hrædd við að lenda í vandræðum ef við snertum við málefnum eins og trú, litarhætti, klæðnaði eða kvenfrelsi. Kannski óttumst við að allt hætti að vera skemmtilegt ef við ruggum bátnum og leyfum okkur að spyrja spurninga.“ Vala segir sýninguna hafa tekið á sig það form sem hentaði best og endað á að verða leiðsögn fyrir innfædda. „Við ætlum að sýna innfæddum aðra mynd en þeim er kunnust og teljum að hún sé fróðleg og skemmtileg fyrir alla, hvort sem þeir eru Akureyringar eða ekki,“ segir hún og tekur fram að sýningin taki einn og hálfan tíma og bara séu planaðar tvær, í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Nema náttúrlega allt verði vitlaust! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016 Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Auðvitað er algengt að leikhúsið sé notað sem spegill á samfélagið og í þessu tilfelli eru það borgararnir sem fengu tækifæri til að velta upp spurningum um samfélagið,“ segir Vala Höskuldsdóttir um sýninguna Borgarasviðið – leiðsögn fyrir innfædda – sem frumsýnd verður í kvöld á vegum Menningarfélags Akureyrar. Þar er Vala annar tveggja listrænna stjórnenda, hinn er Aude Busson. „Aðaláherslan er á spurningarnar: Hvernig er akureyrsk menning? og Hvað er að virka í samfélaginu og hvað ekki?“ upplýsir Vala. „Við auglýstum eftir fólki til að taka þátt í ferlinu og talsverður hópur svaraði kallinu og sagði: „Ég vil vera með.“ Boltinn elti svo hugi þátttakenda og eftir nokkur skipti varð þróunin sú að kjarninn í þeim hópi sem er búinn að vinna saman frá því í nóvember samanstendur af konum sem eiga allar uppruna sinn erlendis. Að einhverju leyti tilviljun en samt kannski ekki. Eitt af því sem við komumst að í ferlinu er að Akureyringar – og eflaust flestir Íslendingar – draga sig stundum út úr verkefnum þar sem meirihluti þátttakenda er af erlendu bergi brotinn. Kannski förum við Íslendingar gjarnan í einhvern heimagír og finnst of mikið vesen að þurfa að tala hægt og setja okkur inn í aðstæður sem okkur eru framandi og ókunnar en svo förum við til útlanda og finnst sjálfsagt að kynnast alls konar fólki þar – en bara alls ekki heima hjá okkur.“„Ég er búin að læra mikið af þessu ferli og er orðin aðeins betri í að spyrja spurninga,” segir Vala.Vísir/StefánTil að byrja með virtust konurnar upp til hópa mjög ánægðar með að búa á Akureyri, að sögn Völu. „Allt var bara frábært, allir söngelskir, barngóðir, glaðlegir og góðir. En þegar leið á samtalið opnaðist fyrir fleira, þess vegna var gott að hafa ferlið svona langt. Tilfellið er að okkur heimafólkið virðist skorta forvitni og áhuga fyrir því óþekkta, hugsanlega af því við erum svo ánægð með okkur sjálf eða hrædd við að lenda í vandræðum ef við snertum við málefnum eins og trú, litarhætti, klæðnaði eða kvenfrelsi. Kannski óttumst við að allt hætti að vera skemmtilegt ef við ruggum bátnum og leyfum okkur að spyrja spurninga.“ Vala segir sýninguna hafa tekið á sig það form sem hentaði best og endað á að verða leiðsögn fyrir innfædda. „Við ætlum að sýna innfæddum aðra mynd en þeim er kunnust og teljum að hún sé fróðleg og skemmtileg fyrir alla, hvort sem þeir eru Akureyringar eða ekki,“ segir hún og tekur fram að sýningin taki einn og hálfan tíma og bara séu planaðar tvær, í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Nema náttúrlega allt verði vitlaust! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira