Tvöfaldur íslenskur sigur í undankeppni heimsleikana í krossfit | Fjögur fóru áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 14:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira