Tvö dauðsföll í viðbót tengd við Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 09:25 Sprunginn öryggispúði. Takata öryggispúðaframleiðandinn er í vandræðum þessa dagana og tilkynnti í dag um rekstrartap annan ársfjórðunginn í röð. Einnig var tilkynnt um tvö dauðsföll til viðbótar fyrri dauðsföllum sem kunnugt er um vegna öryggispúðanna en þau voru í Malasíu og í báðum tilvikum var um Honda bíla að ræða. Svo virðist sem að hættan sé mest þar sem raki er mikill ásamt hita en gashylkin rifna og springa svo að þeir virka eins og handsprengja í andlitið. Samkvæmt Umferðaröryggismálastofnun Bandaríkjanna, NHTSA eru niðurstöðu rannsóknar á hvað nákvæmlega gerist við öryggispúðana að vænta á næstunni. H. R. Blomquist er iðnaðarefnafræðingur og sérfræðingur í drifefnum eins og notuð eru í sprengihylkin fyrir púðana. Hann segir að gallinn sé tvíþættur, annars vegar er drifefnið of rakadrægt og dregur í sig rakamettað loft sem veldur því að sprengingin verður öflugri en ella. Eins er hylkið sjálft gallað því það springur en ætti að þola meiri þrýsting. Billinn.is greinir frá þessu. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent
Takata öryggispúðaframleiðandinn er í vandræðum þessa dagana og tilkynnti í dag um rekstrartap annan ársfjórðunginn í röð. Einnig var tilkynnt um tvö dauðsföll til viðbótar fyrri dauðsföllum sem kunnugt er um vegna öryggispúðanna en þau voru í Malasíu og í báðum tilvikum var um Honda bíla að ræða. Svo virðist sem að hættan sé mest þar sem raki er mikill ásamt hita en gashylkin rifna og springa svo að þeir virka eins og handsprengja í andlitið. Samkvæmt Umferðaröryggismálastofnun Bandaríkjanna, NHTSA eru niðurstöðu rannsóknar á hvað nákvæmlega gerist við öryggispúðana að vænta á næstunni. H. R. Blomquist er iðnaðarefnafræðingur og sérfræðingur í drifefnum eins og notuð eru í sprengihylkin fyrir púðana. Hann segir að gallinn sé tvíþættur, annars vegar er drifefnið of rakadrægt og dregur í sig rakamettað loft sem veldur því að sprengingin verður öflugri en ella. Eins er hylkið sjálft gallað því það springur en ætti að þola meiri þrýsting. Billinn.is greinir frá þessu.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent