Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá miðlum 365 10. maí 2016 12:32 Úr leik hjá Val og Breiðablik síðasta sumar. vísir/andri Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 fagnar þessari niðurstöðu. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa getað lokað þessu með öllum þeim sem koma hér við sögu og erum stolt af því að taka þátt í að auka veg kvennafótboltans. Þetta hefur verið draumurinn frá því að ég hóf störf hjá 365. Með hvatningu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna, virkri umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, stuðningi KSÍ og bakhjarla varð þetta verkefni mögulegt.“ Ágúst Héðinsson yfirmaður íþrótta og útvarps hjá 365: „Minnst einn leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri umferð. Þá verður hver umferð gerð upp í sérstökum markaþætti þar sem sýnt verður úr öllum leikjum. Leikjunum verður þar að auki gerð góð skil í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2, en nýlega voru íþróttafréttir Stöðvar 2 lengdar og eru nú minnst tíu mínútur hvern dag. Umfjöllun í sjónvarpi verður undir styrkri stjórn Helenu Ólafsdóttur, fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu og margreyndum þjálfara, en fáir hafa betri þekkingu á knattspyrnu kvenna á Íslandi en Helena. Fylgst verður með öllu því helsta sem gerist í Pepsi-deild kvenna í öðrum miðlum, svo sem Vísi, Fréttablaðinu og Akraborginni á X-inu 977. Þá verður vitanlega hægt að fylgjast með leikjum í beinni útsendingu hvar sem er á landinu í gegnum 365 appið.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ: „Samstarf knattspyrnuhreyfingarinnar og 365 miðla hefur verið með miklum ágætum um langt skeið og þessi samningur, með aðkomu Ölgerðarinnar, Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild eflir það samstarf enn frekar. Vikulegur markaþáttur með öllum helstu atvikum úr leikjum í Pepsi-deild kvenna mun auka umfjöllun um deildina og almennan áhuga á henni. Þetta er mikið framfaraskref. Ég er virkilega ánægður með samninginn og bind miklar vonir við hann.“ Ragna Lóa Stefánsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna: „Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir kvennaknattspyrnuna í landinu og sérstaklega í þeirri vinnu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild að auka sýnileika Pepsi-deildarinnar. Við erum sannfærð um að glæsilegur markaþáttur með reyndum stjórnanda muni gegn lykilhlutverki og færa umfjöllunina upp á nýjan stall." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 fagnar þessari niðurstöðu. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa getað lokað þessu með öllum þeim sem koma hér við sögu og erum stolt af því að taka þátt í að auka veg kvennafótboltans. Þetta hefur verið draumurinn frá því að ég hóf störf hjá 365. Með hvatningu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna, virkri umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, stuðningi KSÍ og bakhjarla varð þetta verkefni mögulegt.“ Ágúst Héðinsson yfirmaður íþrótta og útvarps hjá 365: „Minnst einn leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri umferð. Þá verður hver umferð gerð upp í sérstökum markaþætti þar sem sýnt verður úr öllum leikjum. Leikjunum verður þar að auki gerð góð skil í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2, en nýlega voru íþróttafréttir Stöðvar 2 lengdar og eru nú minnst tíu mínútur hvern dag. Umfjöllun í sjónvarpi verður undir styrkri stjórn Helenu Ólafsdóttur, fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu og margreyndum þjálfara, en fáir hafa betri þekkingu á knattspyrnu kvenna á Íslandi en Helena. Fylgst verður með öllu því helsta sem gerist í Pepsi-deild kvenna í öðrum miðlum, svo sem Vísi, Fréttablaðinu og Akraborginni á X-inu 977. Þá verður vitanlega hægt að fylgjast með leikjum í beinni útsendingu hvar sem er á landinu í gegnum 365 appið.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ: „Samstarf knattspyrnuhreyfingarinnar og 365 miðla hefur verið með miklum ágætum um langt skeið og þessi samningur, með aðkomu Ölgerðarinnar, Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild eflir það samstarf enn frekar. Vikulegur markaþáttur með öllum helstu atvikum úr leikjum í Pepsi-deild kvenna mun auka umfjöllun um deildina og almennan áhuga á henni. Þetta er mikið framfaraskref. Ég er virkilega ánægður með samninginn og bind miklar vonir við hann.“ Ragna Lóa Stefánsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna: „Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir kvennaknattspyrnuna í landinu og sérstaklega í þeirri vinnu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild að auka sýnileika Pepsi-deildarinnar. Við erum sannfærð um að glæsilegur markaþáttur með reyndum stjórnanda muni gegn lykilhlutverki og færa umfjöllunina upp á nýjan stall."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira