Methagnaður Toyota Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 10:49 Góðir tímar að baki og lækkandi hagnaðarspá hjá Toyota. Toyota gerir upp hvert fjárhagsár frá 1. apríl til 31. mars ári seinna og kunngerði niðurstöðu síðasta fjárhagsárs í gær. Þar kemur í ljós að fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira og nam hagnaður þess nam 3.122 milljörðum króna. Var þetta þriðja árið í röð sem fyrirtækið skilar methagnaði. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir erfiða tvo síðustu fjórðunga ársins og minnkandi sölu á þeim báðum. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda sem er barnabarn stofnanda fyrirtækisins, sagði að búast mætti við minnkandi hagnaði fyrir næsta fjárhagsár og varaði hluthafa við. Ætti styrking japanska yensins og ýmsir aðrir erfiðleikar eins og náttúruhamfarir þar stóran þátt. Toyota hefur hagnast mikið á síðustu árum vegna lágs gengis japanska yensins, en nú er gengi þess farið að hækka að nýju og það mun hafa áhrif á hagnaðarvonir Toyota. Frá janúar til mars á þessu ári minnkaði sala Toyota í 2,46 milljón bíla frá 2,52 milljónum bíla árið áður. Allt fjárhagsárið síðasta minnkaði hagnaður af rekstri Toyota í Bandaríkjunum, stærsta markaði Toyota, um 9,5% þrátt fyrir 4,6% vöxt í sölu. Í Evrópu minnkaði hinsvegar salan um 1,7% og hagnaður af rekstri um 11%. Toyota lítur ekki of björtum augum á hagnaðarvonir fyrirtækisins fyrir næsta fjárhagsár og á von á 40% minni hagnaði. Toyota áætlar samt að selja 0,5% fleiri bíla en á fyrra ári og ná 10,15 milljón bíla sölu. Toyota á von á að meðalgengi dollars í ár verði 105 yean en það var 120 yen á síðasta ári og munar um minna. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Toyota gerir upp hvert fjárhagsár frá 1. apríl til 31. mars ári seinna og kunngerði niðurstöðu síðasta fjárhagsárs í gær. Þar kemur í ljós að fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira og nam hagnaður þess nam 3.122 milljörðum króna. Var þetta þriðja árið í röð sem fyrirtækið skilar methagnaði. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir erfiða tvo síðustu fjórðunga ársins og minnkandi sölu á þeim báðum. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda sem er barnabarn stofnanda fyrirtækisins, sagði að búast mætti við minnkandi hagnaði fyrir næsta fjárhagsár og varaði hluthafa við. Ætti styrking japanska yensins og ýmsir aðrir erfiðleikar eins og náttúruhamfarir þar stóran þátt. Toyota hefur hagnast mikið á síðustu árum vegna lágs gengis japanska yensins, en nú er gengi þess farið að hækka að nýju og það mun hafa áhrif á hagnaðarvonir Toyota. Frá janúar til mars á þessu ári minnkaði sala Toyota í 2,46 milljón bíla frá 2,52 milljónum bíla árið áður. Allt fjárhagsárið síðasta minnkaði hagnaður af rekstri Toyota í Bandaríkjunum, stærsta markaði Toyota, um 9,5% þrátt fyrir 4,6% vöxt í sölu. Í Evrópu minnkaði hinsvegar salan um 1,7% og hagnaður af rekstri um 11%. Toyota lítur ekki of björtum augum á hagnaðarvonir fyrirtækisins fyrir næsta fjárhagsár og á von á 40% minni hagnaði. Toyota áætlar samt að selja 0,5% fleiri bíla en á fyrra ári og ná 10,15 milljón bíla sölu. Toyota á von á að meðalgengi dollars í ár verði 105 yean en það var 120 yen á síðasta ári og munar um minna.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent