Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2016 11:40 Þeir hjá Kúkú Campers eru býsna brattir ferðamálafrömuðir en þeir sitja nú undir ámæli um að fara hressilega fram úr sér. Óhætt er að segja að kraumandi kergja vegna ferðaþjónustunnar Kúkú Campers hafi brotist út í kjölfar fréttar Vísis um stóðlífi í Seljavallalaug. Þar kom meðal annars fram að þeir hjá Kúkú Campers eru afar brattir í markaðsstarfi sínu og senda meðal annars þau skilaboð til sinna umbjóðenda að gráupplagt sé, vegna strjálbýlis, að kasta klæðum um allar koppagrundir og hefja ástarleiki. Seljavallalaug hefur þótt upplagður vettvangur fyrir slíkar æfingar. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt í Facebook-hópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar.Kalli Lú er ekki kátur með þá Kúkú Campers-menn.En, þó frjálsleg skilaboð um kynlífsparadísina Ísland hafi farið fyrir brjóstið á mörgum eru ýmis önnur skilaboð sem þykja misvísandi. Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá og veiðiskríbent Vísis, bendir á það að í fyrra hafi hann í fjórgang þurft að beina fólki á vegum Kúkú Campers frá Langá, en það mætti með veiðistöng sína og vildi veiða sér í soðið. Karl segir Kúkú Campers-menn verði hreinlega að skoða hvaða vitleysu þeir eru að senda skjólstæðingum sínum. Karl vísar til skilaboða þar sem sagt er að íslensk lög heimili hverjum sem er að borða hvað sem er hvar sem er. „As a mesure to keep travelers alive in Iceland, there is a law here that allows anyone to eat anything of anyone’s property. You can´t take anything with you from another bloke’s land but you can eat as you want for 24 hours.“ Karl segist þekkja fjölmörg dæmi önnur um það að ferðalangar á vegum Kúkú Campers hafi ekki virt neitt sem heita veiðileyfi og farið um og viljað veiða. Á vegg Karls segist Halldór Gunnarsson, fyrir veiðistaðavefsins veidistadir.is hafa sent inn kvörtun til Ferðamálastofu vegna slíks.Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson eru sérlega hressir ferðamálafrömuðir, svo hressir að mörgum finnst nóg um.Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu fengu Kúkú Campers ferðaskipuleggjandaleyfi frá Ferðamálastofu í apríl 2012. Leyfið felur það í sér að þeim er leyfilegt að skipuleggja ferðir um landið. Vísi tókst ekki að ná tali af eigendum Kúkú Campers, þeim Steinarri Lár og Lárusi Guðbjartssyni, en var tjáð af starfsmanni fyrirtækisins, sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, að þeir væru væntanlegir uppúr hádegi. Vísir ræddi við Elías Bj. Gíslason forstöðumann á Akureyri. Hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir frí og sagðist ekki þekkja nákvæmlega hvort mál tengd fyrirtækinu væru á borði Ferðamálastofu. Elías var á leið Austur þegar Vísir náði tali af honum, og var staddur á Jökuldal og gat því ekki skoðað gögn. Ólöf Ýrr ferðamálastjóri er í fríi. En, Elías sagði almennt að það væri vandamál innan ferðaþjónustunnar ákveðið ábyrgðarleysi, sem sagt að vilja gera út á þjónustu annarra. Sem oft væri jafnvel ekki fyrir hendi. Helena Þ. Karlsdóttir lögfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að ekki liggi fyrir neinar kvartanir hjá þeim vegna starfsemi Kúkú Campers, fyrir utan þessa sem áður er nefnd, hún var að berast. Nú liggur fyrir að skoða það erindi og þá einnig hvort þetta sé eitthvað sem heyri til friðar Ferðamálastofu eða hugsanlega einhverrar annarrar stofnunar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Óhætt er að segja að kraumandi kergja vegna ferðaþjónustunnar Kúkú Campers hafi brotist út í kjölfar fréttar Vísis um stóðlífi í Seljavallalaug. Þar kom meðal annars fram að þeir hjá Kúkú Campers eru afar brattir í markaðsstarfi sínu og senda meðal annars þau skilaboð til sinna umbjóðenda að gráupplagt sé, vegna strjálbýlis, að kasta klæðum um allar koppagrundir og hefja ástarleiki. Seljavallalaug hefur þótt upplagður vettvangur fyrir slíkar æfingar. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt í Facebook-hópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar.Kalli Lú er ekki kátur með þá Kúkú Campers-menn.En, þó frjálsleg skilaboð um kynlífsparadísina Ísland hafi farið fyrir brjóstið á mörgum eru ýmis önnur skilaboð sem þykja misvísandi. Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá og veiðiskríbent Vísis, bendir á það að í fyrra hafi hann í fjórgang þurft að beina fólki á vegum Kúkú Campers frá Langá, en það mætti með veiðistöng sína og vildi veiða sér í soðið. Karl segir Kúkú Campers-menn verði hreinlega að skoða hvaða vitleysu þeir eru að senda skjólstæðingum sínum. Karl vísar til skilaboða þar sem sagt er að íslensk lög heimili hverjum sem er að borða hvað sem er hvar sem er. „As a mesure to keep travelers alive in Iceland, there is a law here that allows anyone to eat anything of anyone’s property. You can´t take anything with you from another bloke’s land but you can eat as you want for 24 hours.“ Karl segist þekkja fjölmörg dæmi önnur um það að ferðalangar á vegum Kúkú Campers hafi ekki virt neitt sem heita veiðileyfi og farið um og viljað veiða. Á vegg Karls segist Halldór Gunnarsson, fyrir veiðistaðavefsins veidistadir.is hafa sent inn kvörtun til Ferðamálastofu vegna slíks.Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson eru sérlega hressir ferðamálafrömuðir, svo hressir að mörgum finnst nóg um.Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu fengu Kúkú Campers ferðaskipuleggjandaleyfi frá Ferðamálastofu í apríl 2012. Leyfið felur það í sér að þeim er leyfilegt að skipuleggja ferðir um landið. Vísi tókst ekki að ná tali af eigendum Kúkú Campers, þeim Steinarri Lár og Lárusi Guðbjartssyni, en var tjáð af starfsmanni fyrirtækisins, sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, að þeir væru væntanlegir uppúr hádegi. Vísir ræddi við Elías Bj. Gíslason forstöðumann á Akureyri. Hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir frí og sagðist ekki þekkja nákvæmlega hvort mál tengd fyrirtækinu væru á borði Ferðamálastofu. Elías var á leið Austur þegar Vísir náði tali af honum, og var staddur á Jökuldal og gat því ekki skoðað gögn. Ólöf Ýrr ferðamálastjóri er í fríi. En, Elías sagði almennt að það væri vandamál innan ferðaþjónustunnar ákveðið ábyrgðarleysi, sem sagt að vilja gera út á þjónustu annarra. Sem oft væri jafnvel ekki fyrir hendi. Helena Þ. Karlsdóttir lögfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að ekki liggi fyrir neinar kvartanir hjá þeim vegna starfsemi Kúkú Campers, fyrir utan þessa sem áður er nefnd, hún var að berast. Nú liggur fyrir að skoða það erindi og þá einnig hvort þetta sé eitthvað sem heyri til friðar Ferðamálastofu eða hugsanlega einhverrar annarrar stofnunar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?