Engin hlutabréfahækkun bandarískra bílaframleiðenda þrátt fyrir velgengni Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 15:34 Bílaframleiðendurnir General Motors, Ford og Fiat Crysler Automobiles er gjarnan kallaðir "The Detroit three". Þrátt fyrir gott gengi bandarísku bílaframleiðendanna Ford, General Motors og Fiat Chrysler virðist sem engin trú sé á framtíðarvelgengni þeirra ef marka má stöðu hlutabréf í fyrirtækjunum á Wall Street. Ford skilaði afar góðu uppgjöri á síðasta ári og velgengni þess hélt áfram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hlutabréf í fyrirtækinu hafa ekki hækkað neitt fyrir vikið. Þetta pirrar mjög hluthafa í Ford og þar á bæ skilja menn ekkert í því af hverju velgengni hækkar ekki bréfin. Annað má segja um hlutabréf í Tesla þó svo fyrirtækið hafi aldrei skilað hagnaði og smíði afar fáa bíla enn sem komið er. Kaupahéðnar á Wall Street líta svo á að þó svo þessi þrjú Detroit fyrirtæki, Ford, GM og Fiat Chrysler hafi gengið prýðilega frá árinu 2010 sé ekki þar með víst að þau haldi áfram að skila hagnaði þegar til lengri tíma sé litið og þegar erfiðari tíma ganga í garð. Þau séu líklega ekki fær um að standast samkeppnina þegar smíði bíla þurfi meira að treysta á uppfinningar, að taka áhættu og að þau séu ekki nægilega sveigjanleg til að standast öðrum bílframleiðendum snúning. Þau búi hreinlega ekki að nægri tækniþekkingu og treysti nú um of á massasölu stórra bíla eins og pallbíla og stórra jeppa. Þeim gangi jú vel nú um stundir á meðan slíkir bílar seljist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum á tímum lágs olíuverðs, en það muni ef til vill ekki standa lengi og þá standi þau berskjölduð eftir. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Þrátt fyrir gott gengi bandarísku bílaframleiðendanna Ford, General Motors og Fiat Chrysler virðist sem engin trú sé á framtíðarvelgengni þeirra ef marka má stöðu hlutabréf í fyrirtækjunum á Wall Street. Ford skilaði afar góðu uppgjöri á síðasta ári og velgengni þess hélt áfram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hlutabréf í fyrirtækinu hafa ekki hækkað neitt fyrir vikið. Þetta pirrar mjög hluthafa í Ford og þar á bæ skilja menn ekkert í því af hverju velgengni hækkar ekki bréfin. Annað má segja um hlutabréf í Tesla þó svo fyrirtækið hafi aldrei skilað hagnaði og smíði afar fáa bíla enn sem komið er. Kaupahéðnar á Wall Street líta svo á að þó svo þessi þrjú Detroit fyrirtæki, Ford, GM og Fiat Chrysler hafi gengið prýðilega frá árinu 2010 sé ekki þar með víst að þau haldi áfram að skila hagnaði þegar til lengri tíma sé litið og þegar erfiðari tíma ganga í garð. Þau séu líklega ekki fær um að standast samkeppnina þegar smíði bíla þurfi meira að treysta á uppfinningar, að taka áhættu og að þau séu ekki nægilega sveigjanleg til að standast öðrum bílframleiðendum snúning. Þau búi hreinlega ekki að nægri tækniþekkingu og treysti nú um of á massasölu stórra bíla eins og pallbíla og stórra jeppa. Þeim gangi jú vel nú um stundir á meðan slíkir bílar seljist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum á tímum lágs olíuverðs, en það muni ef til vill ekki standa lengi og þá standi þau berskjölduð eftir.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent