Fuji Heavy Industries mun heita Subaru á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 16:48 Subaru Forester er einn af mörgum vinsælum bílgerðum Subaru en Subaru bílar hafa ávallt þótt vel smíðaðir og traustir bílar. Fuji Heavy Industries sem meðal annars framleiðir Subaru bíla mun skipta um nafn á næsta ári og heita Subaru Corporation frá og með 1. apríl á næsta ári. Með þessu vill fyrirtækið leggja áherslu á þekktustu framleiðslu þess, Subaru bíla, sem hefur notið mikillar velgengni á síðustu árum. Á næsta ári mun Subaru að öllum líkindum ná því takmarki að smíða 1 milljón bíla fyrsta sinni. Það má heita merkilegt í tilfelli Subaru að um tveir þriðju framleiðslu þess er seld í bandaríkjunum en það á ekki við nokkurt annað japanskt bílafyrirtæki. Fuji Heavy Industries á rætur til ársins 1917 og hóf framleiðslu flugvéla undir nafninu Nakajima Aircraft Co. en nafni fyrirtækisins var breytt í Fuji Heavy Industries árið 1953. Bílaframleiðsla undir nafni Subaru hófst síðan árið 1958 og er nafnið Subaru fengið frá heiti störnumerkisins Sjöstyrnið. Það átti að tákna sameiningu þeirra 6 fyrirtækja sem varð af Subaru sem má telja skondið í ljósi þess að í stjörnumerki Sjöstyrnisins eru jú 7 stjörnur. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent
Fuji Heavy Industries sem meðal annars framleiðir Subaru bíla mun skipta um nafn á næsta ári og heita Subaru Corporation frá og með 1. apríl á næsta ári. Með þessu vill fyrirtækið leggja áherslu á þekktustu framleiðslu þess, Subaru bíla, sem hefur notið mikillar velgengni á síðustu árum. Á næsta ári mun Subaru að öllum líkindum ná því takmarki að smíða 1 milljón bíla fyrsta sinni. Það má heita merkilegt í tilfelli Subaru að um tveir þriðju framleiðslu þess er seld í bandaríkjunum en það á ekki við nokkurt annað japanskt bílafyrirtæki. Fuji Heavy Industries á rætur til ársins 1917 og hóf framleiðslu flugvéla undir nafninu Nakajima Aircraft Co. en nafni fyrirtækisins var breytt í Fuji Heavy Industries árið 1953. Bílaframleiðsla undir nafni Subaru hófst síðan árið 1958 og er nafnið Subaru fengið frá heiti störnumerkisins Sjöstyrnið. Það átti að tákna sameiningu þeirra 6 fyrirtækja sem varð af Subaru sem má telja skondið í ljósi þess að í stjörnumerki Sjöstyrnisins eru jú 7 stjörnur.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent