Iveta Ivanova, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, María Helga Guðmundsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd, en 400 keppendur voru á mótinu.
Iveta var eina sem hreppti gull í einstaklingsflokki, en íslenska kvennasveitin sigraði sterkt danskt lið í úsrlitum liðakeppninnar.
Hér að neðan má sjá verðlaunaskiptinguna auk þess sem neðar er myndband frá Ingólfi Snorrasyni, landsliðsþjálfara í kumite.
Verðlaunaskiptingin var eftirfarandi:
Iveta Ivanova; gull í Cadett -54 kg og gull í liðakeppni.
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson brons í Cadett -70 kg.
María Helga Guðmundsdóttir silfur í -61 kg, brons í opnum flokki og gull í liðakeppni.
Telma Rut Frímannsdóttir gull í -61 kg, gull í opnum flokki og gull í liðakeppni.