Íslenski boltinn

Þóra Helgadóttir í Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þóra í leik með íslenska landsliðinu.
Þóra í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Þóra Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu, hefur fengið félagsskipti frá Fylki yfir í Stjörnuna og er því gjaldgeng með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Þóra, sem hefur spilað 108 A-landsleiki og skorað eitt mark, var hætt í knattspyrnu og spilaði ekkert á síðustu leiktíð, en á tímabilinu þar á undan spilaði hún með Fylki eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku.

Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður fæddur árið 1996, er aðalmarkvörður Stjörnunnar í ár eftir að Sandra Sigurðardóttir fór til Vals og er líklegt að Þóra eigi að vera henni til halds og trausts ef eitthvað fer úrskeiðis.

Þóra á langan feril sem atvinnumaður þar sem hún spilaði með stórliðum á borð við FC Rosengård, Kolbotn og Malmö, en einnig varði hún mark íslenska landsliðsins í sextán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×