Buffett kaupir í Apple í fyrsta sinn Sæunn Gísladóttir skrifar 16. maí 2016 14:22 Auðjöfurinn Warren Buffett verður 86 ára á árinu. vísir/getty Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, fjárfesti í Apple í fyrsta sinn á fyrsta ársfjórðungi ársins. CNN Money greinir frá því að félagið hafi keypt yfir 9,8 milljón hluti í fyrirtækinu á tímabilinu. Hver hlutur kostaði um 109 dollara, jafnvirði 13.440 íslenskra króna. Því má áætla að fjárfestingin hafi numið 1,1 milljarði dollara, jafnvirði 136 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Apple hafa hins vegar hrunið að undanförnu eftir að Apple greindi frá niðurstöðu ársfjórðungsuppgjörinu sínu í síðasta mánuði. Hlutabréf í Apple nema nú í kringum 90 dollurum, 11 þúsund krónum. Hlutabréfin hafa lækkað um 14 prósent á árinu. Warren Buffett er þekktur sem fjárfestir sem veðjar alltaf á rétt hlutabréf, því eru greiningaraðilar farnir að spyrja sig hvort hlutabréf í Apple séu nú á uppleið á ný. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um tvö prósent í morgunviðskiptum eftir að greint var frá því að Buffett hefði fjárfest í félaginu. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, fjárfesti í Apple í fyrsta sinn á fyrsta ársfjórðungi ársins. CNN Money greinir frá því að félagið hafi keypt yfir 9,8 milljón hluti í fyrirtækinu á tímabilinu. Hver hlutur kostaði um 109 dollara, jafnvirði 13.440 íslenskra króna. Því má áætla að fjárfestingin hafi numið 1,1 milljarði dollara, jafnvirði 136 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Apple hafa hins vegar hrunið að undanförnu eftir að Apple greindi frá niðurstöðu ársfjórðungsuppgjörinu sínu í síðasta mánuði. Hlutabréf í Apple nema nú í kringum 90 dollurum, 11 þúsund krónum. Hlutabréfin hafa lækkað um 14 prósent á árinu. Warren Buffett er þekktur sem fjárfestir sem veðjar alltaf á rétt hlutabréf, því eru greiningaraðilar farnir að spyrja sig hvort hlutabréf í Apple séu nú á uppleið á ný. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um tvö prósent í morgunviðskiptum eftir að greint var frá því að Buffett hefði fjárfest í félaginu.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira