Sjáðu Tiger setja þrjú högg í röð í vatnið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2016 10:30 Tiger Woods hefur átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði og ár. Vísir/Getty Tiger Woods átti erfiða stund á fjölmiðladegi í gær fyrir Quicken Loans-mótið sem fer fram í lok júní. Woods stillti sér upp á teig á par þrjú holu og fékk þrjár tilraunir til að koma sér yfir vatnið sem var á milli teigs og flatar. En honum mistókst í öll þrjú skiptin eins og sjá má hér fyrir neðan. „Þess vegna þarf ég upphitun,“ sagði hann eftir þriðja höggið en hann hafði áður kvartað undan stífleika. Óvíst er hvort að Tiger muni spila á Opna bandaríska meistaramótinu um miðjan júní og svo Quicken-Loans mótið sem er viku síðar. Hann sagði að hann fengi þessa spurningu oft - hvenær hann myndi spila næst. „Ég hef verið að æfa mig heima og það hefur gengið vel. Ég vildi gjarnan geta sagt hvenær ég spila næst en ég veit það bara ekki.“ Tiger sagði enn fremur að hann hefur ekki afskrifað þann möguleika að bæta met Jack Nicklaus sem vann átján risamót á ferlinum, né heldur met Sam Snead sem vann 82 PGA-mót. Tiger hefur unnið 79 PGA-mót og fjórtán risamót. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods átti erfiða stund á fjölmiðladegi í gær fyrir Quicken Loans-mótið sem fer fram í lok júní. Woods stillti sér upp á teig á par þrjú holu og fékk þrjár tilraunir til að koma sér yfir vatnið sem var á milli teigs og flatar. En honum mistókst í öll þrjú skiptin eins og sjá má hér fyrir neðan. „Þess vegna þarf ég upphitun,“ sagði hann eftir þriðja höggið en hann hafði áður kvartað undan stífleika. Óvíst er hvort að Tiger muni spila á Opna bandaríska meistaramótinu um miðjan júní og svo Quicken-Loans mótið sem er viku síðar. Hann sagði að hann fengi þessa spurningu oft - hvenær hann myndi spila næst. „Ég hef verið að æfa mig heima og það hefur gengið vel. Ég vildi gjarnan geta sagt hvenær ég spila næst en ég veit það bara ekki.“ Tiger sagði enn fremur að hann hefur ekki afskrifað þann möguleika að bæta met Jack Nicklaus sem vann átján risamót á ferlinum, né heldur met Sam Snead sem vann 82 PGA-mót. Tiger hefur unnið 79 PGA-mót og fjórtán risamót.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira