Stuðningsmenn Liverpool varaðir við fölsuðum miðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 12:00 Liverpool vann þennan bikar síðast 2001. Vísir/Getty Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira