Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 1-1 | KR-ingar sóttu stig á Hlíðarenda | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 18. maí 2016 22:00 Valur og KR gerðu 1-1 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Valsmenn voru betri í leiknum en fengu samt sem áður fyrsta markið á sig þegar Ásdís Karen Halldórsdóttir slapp í gegn og setti boltann í netið. Það var síðan markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir sem náði að jafna metin fyrir heimamenn rétt undir lok leiksins. Valur var miklu meira með boltann í leiknum í magnað að liðið hafi bara skorað eitt mark.Af hverju gerðu liðin jafntefliKR-ingar spiluðu mjög skipulagðan og flottan leik. Þær héldu stöðu og gáfu ekki mörg færi á sér. Valsmenn voru miklu meira með boltann en liðið reyndi mikið háar fyrirgjafir og Hrafnhildur Agnarsdóttir sá við þeim flestum í marki KR. Stundum þegar Valsmenn komust í góða stöðu var eins og þær ætluðu sér að spila sig inn í markið, í stað þess að taka mun fyrr á skarið og láta skotin ríða af. KR-ingar fengu algjört dauðafæri undir blálok leiksins og í raun besta færi leiksins en Sandra Sigurðardóttir varði mjög vel í marki Vals. Jafntefli var kannski sanngjarnt eftir allt saman en Valsmenn verða að klára sóknir sínar mun betur, því liðið er að koma sér í frábæra vallarstöðu og Valur vill vera með boltann en það þarf að setja naglann í líkkistuna.Þessir stóðu upp úrHrafnhildur Agnarsdóttir var stórgóð í marki KR og besti maður vallarins. Hún gerði fá mistök, sýndi alltaf mikla yfirvegun í öllum sínum aðgerðum og þá sérstaklega í úthlaupum. Hún var að takast á við ótal hornspyrnur Vals og fyrirgjafir. Í liði Vals var Dóra María Lárusdóttir mjög öflug á miðjunni og eini leikmaðurinn sem róaði leik liðsins á miðjunni. Það sama má segja um Margréti Láru Viðarsdóttur sem var einnig spræk í leiknum en hefði átt að fara betur með færin.Hvað gekk illa?Spil Valsmanna á síðasta þriðjungi vallarins er ábótavant og eitthvað sem leikmenn og þjálfari liðsins þurfa að skoða. KR er með það ungt og óreynt lið að það verður að nýta dauðafærin, það er algjört lykilatriði á þessu tímabili.Hvað gerist næst?Valsmenn fara til Vestmannaeyja í næstu umferð og spilar liðið við ÍBV. Ef Valur ætlar sér að vera með í toppbaráttunni, eins og allir gerðu ráð fyrir, þá verður liðið að vinna í Eyjum. Svo einfalt er það. KR-ingar mæta FH-ingum og væri gríðarlega sterkt fyrir liðið að ná í þrjú stig þar. Ólafur: Með ólíkindum að þessi leikur hafi farið 1-1Vísir/Ernir „Ég er bara gríðarlega svekktur, þetta er einn af þessum leikjum sem bara ekkert gengur upp,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Það var bara eitt lið á vellinum í nánast 90 mínútur og með hreinum ólíkindum að leikurinn hafi farið 1-1.“ Hann segir að það hafi bara vantað að klára sóknirnar hjá Val betur í kvöld. „Ég er alveg viss um að bakverðirnir hjá KR séu alveg búnar á því eftir þennan leik, við fórum það oft bakvið þær. Það má samt ekki taka það af KR að þær börðust rosalega vel.“ Ólafur segir að þessi byrjun sé vissulega undir væntingum en núna verður liðið bara að svara því vel. Hrafnhildur: Lengsti hálfleikur lífs míns„Ég er eiginlega bara skítfúl en svona fyrirfram hefði maður alveg tekið þessum úrslitum,“ segir Hrafnhildur Agnarsdóttir, markvörður KR, sem var frábær í kvöld. „Síðari hálfleikurinn var lengsti hálfleikur lífs míns. Á köflum var þetta alveg smá stressandi en mikilvægast var að halda skipulagi allan tímann og það gerðum við nokkuð vel í kvöld.“ Hún segir að liðið hafi kannski verið smá óheppið undir lokin þegar KR fékk tækifæri til að stela stigunum þremur. „Hún [Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals] er bara best í þessu og gerði þetta ótrúlega vel,“ segir Hrafnhildur um úthlaup Söndru sem stöðvaði sennilega besta færi leiksins sem KR fékk í uppbótartíma. Edda: Fengum allt í einu róandi sprautu í rassgatiðEdda Garðarsdóttir lék lengi með landsliðinu.vísir„Ég er bara nokkuð sátt með stelpurnar, en smá ósátt með það hvað við féllum langt til baka í seinni hálfleiknum,“ segir Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, eftir leikinn. „Það var síðan eins og við fáum einhverja róandi sprautu í rassgatið þegar þær skora og þá förum við allt í einu að spila boltanum vel á milli okkar og komast í færi.“ Edda segir að það sé samt sem áður ekki hægt að vera reið með þessi úrslit og sérstaklega á móti liði sem hún vill kalla landsliðið. „Við náðum að laga ákveðin atriði frá síðasta leik og í kvöld fannst mér taugarnar hjá mínum stelpum mun betri og þær voru rólegri.“ Hún segir að Hrafnhildur í markinu hjá KR hafi verið mjög góð. „Mér fannst Valsstelpurnar samt komast upp með það að vera allt og mikið utan í henni. Það var stundum eins og dómarinn hafi bara verið að horfa á Margréti Láru stilla sér upp í hornspyrnu í staðinn fyrir að fylgjast með atburðarrásinni inni í vítateig.“ Margrét Lára: Vantaði meiri greddu inni í teigMargrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur heim í íslenska boltann eftir farsælan atvinnumannsferil í Evrópu.vísir/Vilhelm„Ég held að við höfum slegið met í því að fá horspyrnur og góð færi án þessa að skora ekki fleiri mörk en við gerðum,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Það bara skiptir engu máli í fótbolta hvað þú skýtur oft á markið, ef þú skorar ekki þá telur það ekkert. Auðvitað erum við svekktar en við höldum bara áfram og það er annar leikur á þriðjudaginn.“ Hún segir að það hafi vantað smá greddu inni í teig hjá liðinu. „Smá meiri ákveðin og hafa kannski meiri trú á því sem við vorum að gera inni á vellinum. Við vorum að skapa fullt og spila fínan fótbolta á köflum og koma okkur í þær stöður sem við erum góðar í, en svo vantaði bara að reka endapunktinn á þetta allt saman.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Valur og KR gerðu 1-1 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en leikurinn fór fram að Hlíðarenda. Valsmenn voru betri í leiknum en fengu samt sem áður fyrsta markið á sig þegar Ásdís Karen Halldórsdóttir slapp í gegn og setti boltann í netið. Það var síðan markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir sem náði að jafna metin fyrir heimamenn rétt undir lok leiksins. Valur var miklu meira með boltann í leiknum í magnað að liðið hafi bara skorað eitt mark.Af hverju gerðu liðin jafntefliKR-ingar spiluðu mjög skipulagðan og flottan leik. Þær héldu stöðu og gáfu ekki mörg færi á sér. Valsmenn voru miklu meira með boltann en liðið reyndi mikið háar fyrirgjafir og Hrafnhildur Agnarsdóttir sá við þeim flestum í marki KR. Stundum þegar Valsmenn komust í góða stöðu var eins og þær ætluðu sér að spila sig inn í markið, í stað þess að taka mun fyrr á skarið og láta skotin ríða af. KR-ingar fengu algjört dauðafæri undir blálok leiksins og í raun besta færi leiksins en Sandra Sigurðardóttir varði mjög vel í marki Vals. Jafntefli var kannski sanngjarnt eftir allt saman en Valsmenn verða að klára sóknir sínar mun betur, því liðið er að koma sér í frábæra vallarstöðu og Valur vill vera með boltann en það þarf að setja naglann í líkkistuna.Þessir stóðu upp úrHrafnhildur Agnarsdóttir var stórgóð í marki KR og besti maður vallarins. Hún gerði fá mistök, sýndi alltaf mikla yfirvegun í öllum sínum aðgerðum og þá sérstaklega í úthlaupum. Hún var að takast á við ótal hornspyrnur Vals og fyrirgjafir. Í liði Vals var Dóra María Lárusdóttir mjög öflug á miðjunni og eini leikmaðurinn sem róaði leik liðsins á miðjunni. Það sama má segja um Margréti Láru Viðarsdóttur sem var einnig spræk í leiknum en hefði átt að fara betur með færin.Hvað gekk illa?Spil Valsmanna á síðasta þriðjungi vallarins er ábótavant og eitthvað sem leikmenn og þjálfari liðsins þurfa að skoða. KR er með það ungt og óreynt lið að það verður að nýta dauðafærin, það er algjört lykilatriði á þessu tímabili.Hvað gerist næst?Valsmenn fara til Vestmannaeyja í næstu umferð og spilar liðið við ÍBV. Ef Valur ætlar sér að vera með í toppbaráttunni, eins og allir gerðu ráð fyrir, þá verður liðið að vinna í Eyjum. Svo einfalt er það. KR-ingar mæta FH-ingum og væri gríðarlega sterkt fyrir liðið að ná í þrjú stig þar. Ólafur: Með ólíkindum að þessi leikur hafi farið 1-1Vísir/Ernir „Ég er bara gríðarlega svekktur, þetta er einn af þessum leikjum sem bara ekkert gengur upp,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Það var bara eitt lið á vellinum í nánast 90 mínútur og með hreinum ólíkindum að leikurinn hafi farið 1-1.“ Hann segir að það hafi bara vantað að klára sóknirnar hjá Val betur í kvöld. „Ég er alveg viss um að bakverðirnir hjá KR séu alveg búnar á því eftir þennan leik, við fórum það oft bakvið þær. Það má samt ekki taka það af KR að þær börðust rosalega vel.“ Ólafur segir að þessi byrjun sé vissulega undir væntingum en núna verður liðið bara að svara því vel. Hrafnhildur: Lengsti hálfleikur lífs míns„Ég er eiginlega bara skítfúl en svona fyrirfram hefði maður alveg tekið þessum úrslitum,“ segir Hrafnhildur Agnarsdóttir, markvörður KR, sem var frábær í kvöld. „Síðari hálfleikurinn var lengsti hálfleikur lífs míns. Á köflum var þetta alveg smá stressandi en mikilvægast var að halda skipulagi allan tímann og það gerðum við nokkuð vel í kvöld.“ Hún segir að liðið hafi kannski verið smá óheppið undir lokin þegar KR fékk tækifæri til að stela stigunum þremur. „Hún [Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals] er bara best í þessu og gerði þetta ótrúlega vel,“ segir Hrafnhildur um úthlaup Söndru sem stöðvaði sennilega besta færi leiksins sem KR fékk í uppbótartíma. Edda: Fengum allt í einu róandi sprautu í rassgatiðEdda Garðarsdóttir lék lengi með landsliðinu.vísir„Ég er bara nokkuð sátt með stelpurnar, en smá ósátt með það hvað við féllum langt til baka í seinni hálfleiknum,“ segir Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, eftir leikinn. „Það var síðan eins og við fáum einhverja róandi sprautu í rassgatið þegar þær skora og þá förum við allt í einu að spila boltanum vel á milli okkar og komast í færi.“ Edda segir að það sé samt sem áður ekki hægt að vera reið með þessi úrslit og sérstaklega á móti liði sem hún vill kalla landsliðið. „Við náðum að laga ákveðin atriði frá síðasta leik og í kvöld fannst mér taugarnar hjá mínum stelpum mun betri og þær voru rólegri.“ Hún segir að Hrafnhildur í markinu hjá KR hafi verið mjög góð. „Mér fannst Valsstelpurnar samt komast upp með það að vera allt og mikið utan í henni. Það var stundum eins og dómarinn hafi bara verið að horfa á Margréti Láru stilla sér upp í hornspyrnu í staðinn fyrir að fylgjast með atburðarrásinni inni í vítateig.“ Margrét Lára: Vantaði meiri greddu inni í teigMargrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur heim í íslenska boltann eftir farsælan atvinnumannsferil í Evrópu.vísir/Vilhelm„Ég held að við höfum slegið met í því að fá horspyrnur og góð færi án þessa að skora ekki fleiri mörk en við gerðum,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Það bara skiptir engu máli í fótbolta hvað þú skýtur oft á markið, ef þú skorar ekki þá telur það ekkert. Auðvitað erum við svekktar en við höldum bara áfram og það er annar leikur á þriðjudaginn.“ Hún segir að það hafi vantað smá greddu inni í teig hjá liðinu. „Smá meiri ákveðin og hafa kannski meiri trú á því sem við vorum að gera inni á vellinum. Við vorum að skapa fullt og spila fínan fótbolta á köflum og koma okkur í þær stöður sem við erum góðar í, en svo vantaði bara að reka endapunktinn á þetta allt saman.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira