Íslenski boltinn

Stjarnan byrjar vel | Meistararnir náðu ekki að skora í Kaplakrika

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harpa var á skotskónum í kvöld.
Harpa var á skotskónum í kvöld. vísir/arnþór
Stjarnan er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Pepsi-deild kvenna og FH tók stig af Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kaplakrika.

Markadrottningin, Harpa Þorsteinsdóttir, kom Stjörnunni yfir á 34. mínútu, en einungis tveimur mínútum síðar jafnaði Guðmunda Brynja Óladóttir.

Það var svo eftir klukkutímaleik sem Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir og Donna Key Henry innsiglaði sigurinn gegn sínu gömlu félögum. Lokatölur 3-1.

Stjarnan er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina, en Selfoss er með þrjú stig eftir sigur gegn ÍBV í fyrsta leik.

Í Hafnarfirði gerðu FH markalaust jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks, en FH eru nýliðar í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×