Selja alla bestu mennina en halda áfram að vinna | Hvernig fer Sevilla að þessu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2016 12:30 Sevilla hefur unnið Evrópudeildina fimm sinnum frá 2006. vísir/getty Sem kunnugt er fagnaði Sevilla sigri í Evrópudeildinni þriðja árið í röð eftir að hafa lagt Liverpool að velli, 3-1, í úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel í gær. Þetta er níundi titilinn sem Sevilla vinnur frá árinu 2006 og liðið getur bætt þeim tíunda í safnið á laugardaginn þegar það mætir Barcelona í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Til samanburðar hefur Real Madrid, sem hefur úr margfalt meiri fjármunum að spila, unnið 10 titla.Sjá einnig: Hetja Sevilla stráir salt í sár Liverpool-manna Þessi frábæri árangur er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Sevilla þarf ár eftir ár að sjá á eftir sínum bestu leikmönnum til stærri og ríkari liða. Á síðustu árum hefur Sevilla náð framúrskarandi árangri inni á vellinum á sama tíma og það hefur skilað miklum hagnaði. Höfundur þessarar uppskriftar er yfirmaður knattspyrnumála hjá Sevilla, Ramón Rodríguez Verdejo, eða Monchi eins og hann er jafnan kallaður.Monchi lék m.a. með Diego Maradona hjá Sevilla.vísir/gettyMonchi þessi var varamarkvörður Sevilla á 10. áratug síðustu aldar og tók svo við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu aldamótaárið 2000, eftir að Sevilla féll niður í næstefstu deild. Á þessum tíma var félagið í miklum fjárhagserfiðleikum og framtíðin allt annað en björt. En þökk sé blómlegu unglingastarfi og vel skipulögðu og ítarlegu njósnakerfi er Sevilla komið á háan stall í Evrópuboltanum. Í viðtali við the Guardian á dögunum lýsti Monchi því fyrir blaðamanninum Sid Lowe hver væri galdurinn á bak við þennan árangur Sevilla; hvernig félagið fer að því að finna hvern falda gimsteininn á fætur öðrum og selja hann svo áfram fyrir miklu hærri fjárhæð en hann var keyptur á. Til marks um það var Dani Alves keyptur til Sevilla á 413.000 pund 2003 en seldur til Barcelona fyrir 26,6 milljónir punda. Júlio Baptista var keyptur á 2,63 milljónir en seldur til Real Madrid á 15 milljónir. Kólumbíski framherjinn Carlos Bacca kostaði Sevilla 5,25 milljónir en var seldur fyrir 22,5 milljónir. Ivan Rakitic kom fyrir tæpar tvær milljónir en fór til Barcelona á 13,5 milljónir.Kévin Gameiro skoraði í úrslitaleiknum gegn Liverpool. Hann verður væntanlega eftirsóttur í sumar.vísir/gettyÞrátt fyrir að missa sína bestu leikmenn á hverju ári tekst Sevilla alltaf að tefla fram samkeppnishæfu liði. Monchi og hans menn vita hvar Sevilla stendur í fæðukeðju fótboltans, sætta sig við að félagið mun alltaf missa sína bestu leikmenn en eru ofboðslega færir í því að finna arftaka þeirra og viðhalda árangri. Í sumar má búast við því að leikmenn á borð við Kévin Gameiro og Grzegorz Krychowiak yfirgefi Sevilla en Monchi og félagar eru tilbúnir með arftaka þeirra. Í viðtalinu við Guardian kemur fram að Sevilla er með 16 leikmannanjósnara á sínum snærum sem fylgjast með hinum ýmsu deildum í heiminum. Fyrstu fimm mánuði hvers tímabils eru þeir bara að safna upplýsingum en eftir því sem líður á tímabilið verður leitin nákvæmari og að lokum standa um 250 leikmenn eftir. Monchi, í samráði við knattspyrnustjóra Sevilla, kaupir svo þá leikmenn sem henta Sevilla hverju sinni. Úthugsað og árangursríkt kerfi sem mun eflaust halda Sevilla við toppinn um ókomin ár.Dani Alves kostaði Sevilla sama og ekki neitt en var svo seldur fyrir háa fjárhæð til Barcelona.vísir/gettyLeikmenn sem Sevilla hefur selt á undanförnum árum: José Antonio Reyes til Arsenal á 15 milljónir punda Sergio Ramos til Real Madrid á 20,25 m Júlio Baptista til Real Madrid á 15 m Dani Alves til Barcelona á 26,6 m Seydou Keita til Barcelona á 10,5 m Christian Paulsen til Juventus á 10,5 m Adriano til Barcelona á 7,13 m Álvaro Negredo til Manchester City á 18,75 m Jesús Navas til Manchester City á 15 m Geoffrey Kondogbia til Monaco á 15 m Gary Medel til Cardiff City á 9,75 m Alberto Moreno til Liverpool á 13,5 m Ivan Rakitic til Barcelona á 13,5 m Carlos Bacca til AC Milan á 22,5 m Aleix Vidal til Barcelona á 12,75 m Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Sem kunnugt er fagnaði Sevilla sigri í Evrópudeildinni þriðja árið í röð eftir að hafa lagt Liverpool að velli, 3-1, í úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel í gær. Þetta er níundi titilinn sem Sevilla vinnur frá árinu 2006 og liðið getur bætt þeim tíunda í safnið á laugardaginn þegar það mætir Barcelona í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Til samanburðar hefur Real Madrid, sem hefur úr margfalt meiri fjármunum að spila, unnið 10 titla.Sjá einnig: Hetja Sevilla stráir salt í sár Liverpool-manna Þessi frábæri árangur er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Sevilla þarf ár eftir ár að sjá á eftir sínum bestu leikmönnum til stærri og ríkari liða. Á síðustu árum hefur Sevilla náð framúrskarandi árangri inni á vellinum á sama tíma og það hefur skilað miklum hagnaði. Höfundur þessarar uppskriftar er yfirmaður knattspyrnumála hjá Sevilla, Ramón Rodríguez Verdejo, eða Monchi eins og hann er jafnan kallaður.Monchi lék m.a. með Diego Maradona hjá Sevilla.vísir/gettyMonchi þessi var varamarkvörður Sevilla á 10. áratug síðustu aldar og tók svo við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu aldamótaárið 2000, eftir að Sevilla féll niður í næstefstu deild. Á þessum tíma var félagið í miklum fjárhagserfiðleikum og framtíðin allt annað en björt. En þökk sé blómlegu unglingastarfi og vel skipulögðu og ítarlegu njósnakerfi er Sevilla komið á háan stall í Evrópuboltanum. Í viðtali við the Guardian á dögunum lýsti Monchi því fyrir blaðamanninum Sid Lowe hver væri galdurinn á bak við þennan árangur Sevilla; hvernig félagið fer að því að finna hvern falda gimsteininn á fætur öðrum og selja hann svo áfram fyrir miklu hærri fjárhæð en hann var keyptur á. Til marks um það var Dani Alves keyptur til Sevilla á 413.000 pund 2003 en seldur til Barcelona fyrir 26,6 milljónir punda. Júlio Baptista var keyptur á 2,63 milljónir en seldur til Real Madrid á 15 milljónir. Kólumbíski framherjinn Carlos Bacca kostaði Sevilla 5,25 milljónir en var seldur fyrir 22,5 milljónir. Ivan Rakitic kom fyrir tæpar tvær milljónir en fór til Barcelona á 13,5 milljónir.Kévin Gameiro skoraði í úrslitaleiknum gegn Liverpool. Hann verður væntanlega eftirsóttur í sumar.vísir/gettyÞrátt fyrir að missa sína bestu leikmenn á hverju ári tekst Sevilla alltaf að tefla fram samkeppnishæfu liði. Monchi og hans menn vita hvar Sevilla stendur í fæðukeðju fótboltans, sætta sig við að félagið mun alltaf missa sína bestu leikmenn en eru ofboðslega færir í því að finna arftaka þeirra og viðhalda árangri. Í sumar má búast við því að leikmenn á borð við Kévin Gameiro og Grzegorz Krychowiak yfirgefi Sevilla en Monchi og félagar eru tilbúnir með arftaka þeirra. Í viðtalinu við Guardian kemur fram að Sevilla er með 16 leikmannanjósnara á sínum snærum sem fylgjast með hinum ýmsu deildum í heiminum. Fyrstu fimm mánuði hvers tímabils eru þeir bara að safna upplýsingum en eftir því sem líður á tímabilið verður leitin nákvæmari og að lokum standa um 250 leikmenn eftir. Monchi, í samráði við knattspyrnustjóra Sevilla, kaupir svo þá leikmenn sem henta Sevilla hverju sinni. Úthugsað og árangursríkt kerfi sem mun eflaust halda Sevilla við toppinn um ókomin ár.Dani Alves kostaði Sevilla sama og ekki neitt en var svo seldur fyrir háa fjárhæð til Barcelona.vísir/gettyLeikmenn sem Sevilla hefur selt á undanförnum árum: José Antonio Reyes til Arsenal á 15 milljónir punda Sergio Ramos til Real Madrid á 20,25 m Júlio Baptista til Real Madrid á 15 m Dani Alves til Barcelona á 26,6 m Seydou Keita til Barcelona á 10,5 m Christian Paulsen til Juventus á 10,5 m Adriano til Barcelona á 7,13 m Álvaro Negredo til Manchester City á 18,75 m Jesús Navas til Manchester City á 15 m Geoffrey Kondogbia til Monaco á 15 m Gary Medel til Cardiff City á 9,75 m Alberto Moreno til Liverpool á 13,5 m Ivan Rakitic til Barcelona á 13,5 m Carlos Bacca til AC Milan á 22,5 m Aleix Vidal til Barcelona á 12,75 m
Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira