Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2016 10:29 Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja Húsavík sem hvalamiðstöð. Vísir/Pjetur Hvalkjöt verður framvegis ekki selt í verslunum Samkaupa á Húsavík. Þetta er meðal þess sem felst í nýju samkomulagi milli hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar og Samkaupa, sem reka verslanirnar Nettó og Krambúðina á Húsavík. Samkomulag fyrirtækjanna miðar að því að markaðssetja Húsavík sem hvalamiðstöð á Íslandi. Það felur einnig í sér að kynningarefni Norðursiglingar verður gert aðgengilegt í verslunum Samkaupa á Húsavík. Hvalaskoðun er mjög vinsæl meðal ferðamanna á Húsavík en hvalveiðar Íslendinga eru, sem kunnugt er, verulega umdeildar víða um heim. Haft er eftir Gústafi Gústafssyni, markaðs- og kynningarstjóra Norðursiglingar, í tilkynningu að hvalveiðar og sala á hvalaafurðum séu á algerri andstöðu við stefnu fyrirtækisins. „Það er því táknrænt að einmitt hér á Húsavík sé hvalkjöt tekið úr sölu í verslunum,“ segir Gústaf í tilkynningunni. Af tilkynningunni verður þó ekki ráðið að til standi að taka hvalkjöt úr verslunum Samkaupa annarsstaðar á landinu. Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hvalkjöt verður framvegis ekki selt í verslunum Samkaupa á Húsavík. Þetta er meðal þess sem felst í nýju samkomulagi milli hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar og Samkaupa, sem reka verslanirnar Nettó og Krambúðina á Húsavík. Samkomulag fyrirtækjanna miðar að því að markaðssetja Húsavík sem hvalamiðstöð á Íslandi. Það felur einnig í sér að kynningarefni Norðursiglingar verður gert aðgengilegt í verslunum Samkaupa á Húsavík. Hvalaskoðun er mjög vinsæl meðal ferðamanna á Húsavík en hvalveiðar Íslendinga eru, sem kunnugt er, verulega umdeildar víða um heim. Haft er eftir Gústafi Gústafssyni, markaðs- og kynningarstjóra Norðursiglingar, í tilkynningu að hvalveiðar og sala á hvalaafurðum séu á algerri andstöðu við stefnu fyrirtækisins. „Það er því táknrænt að einmitt hér á Húsavík sé hvalkjöt tekið úr sölu í verslunum,“ segir Gústaf í tilkynningunni. Af tilkynningunni verður þó ekki ráðið að til standi að taka hvalkjöt úr verslunum Samkaupa annarsstaðar á landinu.
Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Tugþúsunda fjölgun í hvalaskoðun árlega Farþegar tólf hvalaskoðunarfyrirtækja í fyrra voru 272 þúsund alls. Fjölgunin á milli ára síðan 2012 er frá 15 til 35 prósenta. 27. apríl 2016 07:00