„Það treysta allir öllum í Breiðholti” – Battlað í borginni Lóa Pind skrifar 1. maí 2016 15:37 „Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat. Battlað í borginni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
„Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.
Battlað í borginni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira