Viðar: Fólk með skítkast þegar sóknarmenn skora ekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2016 13:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Vilhelm Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson breyttist úr skúrki í hetju á augabragði þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Malmö á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viðar Örn kom til Malmö í janúar frá Jiangsu frá Kína og voru miklar væntingar bundnar við hann. Honum gekk vel að skora á undirbúningstímabilinu en svo þegar tímabilið hófst þá létu mörkin bíða eftir sér. Selfyssingurinn skoraði ekki í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Malmö þar til að það kom að leiknum gegn Häcken um helgina. „Maður má ekki missa trúna. Ég hafði ekki skorað í fimm leikjum og það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Þetta hefur verið erfitt en maður verður að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar Örn. Sjá einnig: Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Stuðningsmenn Malmö voru búnir að vera duglegir að gagnrýna hann en þeir stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa þegar Viðari erni var skipt af velli um helgina. „Það var frábært að skora þrjú mörk. Pressan á mér hefur verið mikil,“ sagði Viðar en hvað með stuðningsmennina sem snerust svo skyndilega honum á band? „Svona er þetta bara. Maður verður bara að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Viðar og bætti við að sjálfstraustið hefði minnkað aðeins í markaþurrðinni. „Ég missti sjálfstraustið aðeins í vítateignum og var orðinn svolítið stressaður. En það gerist þegar maður skorar ekki í fimm leikjum í röð.“ Malmö og Häcken mætast aftur strax á fimmtudag, þá í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28 Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Viðar Örn og Kári í úrslit | Jón Daði spilaði í tapi Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og félagar þeirra í Malmö eru komnir í úrslitaleikinn í sænska bikarnum eftir 3-2 sigur á Kalmar FF. 19. mars 2016 14:18
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn hakkaði í sig Häcken Viðar Örn Kjartansson átti frábæran leik með Malmö í dag í heimasigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Sundsvall stig. 1. maí 2016 17:28
Púðurkerling sprakk við fætur leikmanns sem kastaði hornfánanum upp í stúku Sænskir knattspyrnuáhorfendur urðu sér enn á ný til skammar í kvöld þegar flauta þurfti af Íslendingaslag IKF Gautaborgar og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta vegna ólæta áhorfenda. 27. apríl 2016 19:37
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu