Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 3. maí 2016 10:00 Kvennadeild SVFR hefur verið með skemmtikvöld fyrir veiðikonur í allan vetur en núna ætla þær að halda lokahóf þar sem veiðisumarið tekur nú við. "Lokahófið verður annað kvöld, 4. maí og ætla konurnar sem standa að skipulagningu kvöldins að leggja mikið í að kvöldið verði ánægjulegt og gleðin mikil eins og venja er á kvöldunum hjá konunum" sagði Kristín Ósk Reynisdóttir hjá Kvennadeild SVFR í samtali við Veiðivísi. "Þar er svo gaman að sjá hressar veiðikonur fjölmenna til okkar og fara inn í veiðisumarið með bros á vör". Dagskráin verður fjörug að vanda og það verður enginn svikin af henni. Happapotturinn verður að sögn Kristínar á sínum stað, hlustað verður á veiðisögur bæði sannar og næstum því sannar, léttar veitingir varða á boðsstólnum, farið verður í bingó með happaspjaldi og er frekar líklegt að vinningarnir verði allir frekar veiðitengdir. Aðgangseyrir er 1000 krónur og eru allar konur sem áhuga hafa á veiði velkomnar. Lokakvöld SVFR fer fram hjá SVFR Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdalnum. Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Kvennadeild SVFR hefur verið með skemmtikvöld fyrir veiðikonur í allan vetur en núna ætla þær að halda lokahóf þar sem veiðisumarið tekur nú við. "Lokahófið verður annað kvöld, 4. maí og ætla konurnar sem standa að skipulagningu kvöldins að leggja mikið í að kvöldið verði ánægjulegt og gleðin mikil eins og venja er á kvöldunum hjá konunum" sagði Kristín Ósk Reynisdóttir hjá Kvennadeild SVFR í samtali við Veiðivísi. "Þar er svo gaman að sjá hressar veiðikonur fjölmenna til okkar og fara inn í veiðisumarið með bros á vör". Dagskráin verður fjörug að vanda og það verður enginn svikin af henni. Happapotturinn verður að sögn Kristínar á sínum stað, hlustað verður á veiðisögur bæði sannar og næstum því sannar, léttar veitingir varða á boðsstólnum, farið verður í bingó með happaspjaldi og er frekar líklegt að vinningarnir verði allir frekar veiðitengdir. Aðgangseyrir er 1000 krónur og eru allar konur sem áhuga hafa á veiði velkomnar. Lokakvöld SVFR fer fram hjá SVFR Rafstöðvarvegi 14 í Elliðaárdalnum.
Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði