Renault eykur framleiðsluna í Marokkó Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 09:06 Í verksmiðju Renault í Tangier. Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent
Renault, ásamt fjölmörgum íhlutaframleiðendum, ætla að fjárfesta fyrir 129 milljarða króna í Marokkó og reisa einskonar “iðnaðarmiðstöð” þar sem framleiddir verða íhlutir í Renault og Dacia bíla. Renault á tvær bílaverksmiðjur í Marokkó, þ.e. í Tangier og Casablanca. Verksmiðjan í Tangier er stærsta bílaverksmiðja í N-Afríku og eftir að hún verður stækkuð og iðnaðarmiðstöðin verður tilbúin munu verða framleiddir 400.000 bílar á ári í henni. Í þeim báðum eru nú framleiddir Dacia bílar, Dokker, Lodgy og Sandero í Tangier og Logan og Sandero í Casablanca. Að minnsta kosti 15 íhlutaframleiðendur ætla að taka þátt í uppbyggingu iðnaðarmiðstöðvarinnar og leggja til hennar fjármagn. Bílaiðnaður er mjög vaxandi í Marokkó og PSA/Peugoet-Citroën ætlar að byggja þar nýja bílaverksmiðju sem kosta mun 79 milljarða króna og þar á að framleiða 200.000 bíla á ári. Það eru ekki bara bílaframleiðendur sem þyrpst hafa til Marokkó á síðustu árum og er franski flugvélaframleiðandinn Bombardier þar á meðal.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent