Forstjóri Fiat Chrysler vill sameiningu við Toyota, Volkswagen eða Ford Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 10:45 Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við að annan stóran bílaframleiðanda og telur að Fiat Chrysler sé of lítill bílaframleiðandi til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra stóra bílaframleiðendur vegna stærðarhagkvæmni þeirra. Eftir að tilraunir hans til að ná sameiningu við General Motors mistókust hefur hann hallað sér að Toyota, Volkswagen og Ford um hugsanlega sameiningu. Hvort að það tekst áður en hann lætur að störfum árið 2018 er allsendis óvíst, en hann segir að ef það verður seinna sé það höfuverkur arftaka hans. Sameining verði ekki umflúin. Hann telur að dyrnar hafi aldrei lokast fyrir sameiningu og áfram verði haldið við tilraunir til þess. Marchionne hefur reyndar nefnt einn bílaframleiðanda enn, þ.e. kóreska bílaframleiðandann Hyundai sem einnig á Kia, en að sú sameining sé ólíklegust þar sem að kóreskir framleiðendur séu almennt ekki tilbúnir til neinnar sameiningar við aðra framleiðendur. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent
Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við að annan stóran bílaframleiðanda og telur að Fiat Chrysler sé of lítill bílaframleiðandi til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra stóra bílaframleiðendur vegna stærðarhagkvæmni þeirra. Eftir að tilraunir hans til að ná sameiningu við General Motors mistókust hefur hann hallað sér að Toyota, Volkswagen og Ford um hugsanlega sameiningu. Hvort að það tekst áður en hann lætur að störfum árið 2018 er allsendis óvíst, en hann segir að ef það verður seinna sé það höfuverkur arftaka hans. Sameining verði ekki umflúin. Hann telur að dyrnar hafi aldrei lokast fyrir sameiningu og áfram verði haldið við tilraunir til þess. Marchionne hefur reyndar nefnt einn bílaframleiðanda enn, þ.e. kóreska bílaframleiðandann Hyundai sem einnig á Kia, en að sú sameining sé ólíklegust þar sem að kóreskir framleiðendur séu almennt ekki tilbúnir til neinnar sameiningar við aðra framleiðendur.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent