Ford grimmselur í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 11:00 Í verksmiðju Ford í Rússlandi. Þrátt fyrir að 17% minnkun í fólksbílasölu hafi verið á fyrsta ársfjórðungi ársins í Rússlandi náði Ford 93% aukningu í sölu bíla sinna þar. Ford nýtur góðs af því að margir bílaframleiðendur hafa dregið sig af markaðnum í Rússlandi vegna þeirrar dræmu sölu sem þar hefur verið á síðustu árum. Ford hefur hinsvegar haldið sínu striki og hóf framleiðslu á 5 bílgerðum sínum í Rússlandi í fyrra, þ.e. Mondeo, Focus, Fiesta, Transit sendibilnum og Explorer jeppanum. Fyrir framleiddi Ford jepplingana Kuga og EcoSport í Rússlandi og heldur því áfram. Rússar hafa því um að velja margar bílgerðir frá Ford og það hefur aukið söluna sem um munar. Mun Ford flytja út bíla frá Rússlandi? Ford á ekki von á því að ársaukningin verði eins mikil og á fyrsta ársfjórðungnum, en að vöxturinn verði samt góður. Reyndar er enn búist við því að bílamarkaðurinn muni minnka í Rússlandi, áður en hann fer að færast aftur til fyrra horfs, en áður en núverandi hrun hófst var Rússland næst stærsti markaðurinn fyrir bíla í Evrópu, á eftir Þýskalandi. Í ár er því spáð að 1,53 milljón nýir bílar verði seldir í Rússlandi og að söluminnkun ársins verði um 5% frá síðasta ári. Ford er einnig að íhuga að flytja út bíla sem framleiddir eru í Rússlandi til annarra landa vegna þess lága gengis sem á rússnesku rúblunni er nú. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Þrátt fyrir að 17% minnkun í fólksbílasölu hafi verið á fyrsta ársfjórðungi ársins í Rússlandi náði Ford 93% aukningu í sölu bíla sinna þar. Ford nýtur góðs af því að margir bílaframleiðendur hafa dregið sig af markaðnum í Rússlandi vegna þeirrar dræmu sölu sem þar hefur verið á síðustu árum. Ford hefur hinsvegar haldið sínu striki og hóf framleiðslu á 5 bílgerðum sínum í Rússlandi í fyrra, þ.e. Mondeo, Focus, Fiesta, Transit sendibilnum og Explorer jeppanum. Fyrir framleiddi Ford jepplingana Kuga og EcoSport í Rússlandi og heldur því áfram. Rússar hafa því um að velja margar bílgerðir frá Ford og það hefur aukið söluna sem um munar. Mun Ford flytja út bíla frá Rússlandi? Ford á ekki von á því að ársaukningin verði eins mikil og á fyrsta ársfjórðungnum, en að vöxturinn verði samt góður. Reyndar er enn búist við því að bílamarkaðurinn muni minnka í Rússlandi, áður en hann fer að færast aftur til fyrra horfs, en áður en núverandi hrun hófst var Rússland næst stærsti markaðurinn fyrir bíla í Evrópu, á eftir Þýskalandi. Í ár er því spáð að 1,53 milljón nýir bílar verði seldir í Rússlandi og að söluminnkun ársins verði um 5% frá síðasta ári. Ford er einnig að íhuga að flytja út bíla sem framleiddir eru í Rússlandi til annarra landa vegna þess lága gengis sem á rússnesku rúblunni er nú.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent