VW Golf GTI Clubsport sló metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 15:15 Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent