Drónar nýttir til margra verka 4. maí 2016 17:00 Arnar Þór Þórsson, framkvæmdastjóri Dronefly.is, með úrval dróna á bak við sig. MYNDIR/ANTON BRINK Dronefly.is hefur um fjögurra ára skeið flogið drónum innanlands og selt þá í ýmsum stærðum og gerðum í tæplega tvö ár. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir dróna frá DJI og því leiðandi í sölu dróna hér á landi auk þess sem það býður upp á útselda þjónustu vegna ýmissa verkefna. Arnar Þór Þórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir vinsældir dróna hafa vaxið mikið hér á landi undanfarin ár og skiptir þá engu hvort um einstaklinga eða fagfólk sé að ræða. „DJI er stærsti drónaframleiðandi í heiminum í dag og er með yfir 80 prósent af heimsmarkaðinum. Fyrirtækið framleiðir ýmsar stærðir af drónum sem henta fyrir ólík tilefni, t.d. fyrir einstaklinga sem eru að taka upp náttúrumyndbönd, myndbönd kringum sumarbústaðinn, íþróttaleiki eða bara til að leita að rollum. Síðan hefur notkun dróna aukist mjög undanfarin ár við gerð auglýsinga og við upptökur einstakra atriða í bíómyndum.“Freefly Alta dróni.Fjölmörg verkefni Dronefly.is sérhæfir sig einnig í gerð ýmissa sérverkefna fyrir innlenda og erlenda aðila enda hefur fyrirtækið í þjónustu sinni einn tæknilegasta drónann sem DJI framleiðir. „Þetta eru fjölbreytt verkefni af ýmsum stærðargráðum. Þannig höfum við komið að gerð fjölmargra auglýsinga og tónlistarmyndbanda undanfarin ár og tekið þátt í upptökum stuttra myndskeiða fyrir margar kvikmyndir. Nú síðast unnum við að gerð kvikmyndarinnar Kung Fun Yoga, sem er nýjasta mynd Jackie Chan. Í þessi verkefni notum við yfirleitt þrjá aðaldróna en ráðum þó yfir fimm slíkum þegar við sinnum þeim.“DJI Iinspire Pro dróni.Góð þjónusta Það tekur smá tíma að læra inn á notkunarmöguleika drónans og starfsmenn Dronefly.is aðstoða viðskiptavini með fyrstu skrefin. „Sé þess óskað tökum við viðskiptavini í einkakennslu og förum yfir helstu þættina svo notkunin verði árangursríkari.“ Dronefly.is sér þar að auki um alla viðgerðarþjónustu og sölu aukahluta fyrir drónana sína að Krókhálsi 6. „Svo var DJI að setja nýjan dróna á markað, DJI Phantom 4, sem er rosalegur.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.dronefly.is. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Dronefly.is hefur um fjögurra ára skeið flogið drónum innanlands og selt þá í ýmsum stærðum og gerðum í tæplega tvö ár. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir dróna frá DJI og því leiðandi í sölu dróna hér á landi auk þess sem það býður upp á útselda þjónustu vegna ýmissa verkefna. Arnar Þór Þórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir vinsældir dróna hafa vaxið mikið hér á landi undanfarin ár og skiptir þá engu hvort um einstaklinga eða fagfólk sé að ræða. „DJI er stærsti drónaframleiðandi í heiminum í dag og er með yfir 80 prósent af heimsmarkaðinum. Fyrirtækið framleiðir ýmsar stærðir af drónum sem henta fyrir ólík tilefni, t.d. fyrir einstaklinga sem eru að taka upp náttúrumyndbönd, myndbönd kringum sumarbústaðinn, íþróttaleiki eða bara til að leita að rollum. Síðan hefur notkun dróna aukist mjög undanfarin ár við gerð auglýsinga og við upptökur einstakra atriða í bíómyndum.“Freefly Alta dróni.Fjölmörg verkefni Dronefly.is sérhæfir sig einnig í gerð ýmissa sérverkefna fyrir innlenda og erlenda aðila enda hefur fyrirtækið í þjónustu sinni einn tæknilegasta drónann sem DJI framleiðir. „Þetta eru fjölbreytt verkefni af ýmsum stærðargráðum. Þannig höfum við komið að gerð fjölmargra auglýsinga og tónlistarmyndbanda undanfarin ár og tekið þátt í upptökum stuttra myndskeiða fyrir margar kvikmyndir. Nú síðast unnum við að gerð kvikmyndarinnar Kung Fun Yoga, sem er nýjasta mynd Jackie Chan. Í þessi verkefni notum við yfirleitt þrjá aðaldróna en ráðum þó yfir fimm slíkum þegar við sinnum þeim.“DJI Iinspire Pro dróni.Góð þjónusta Það tekur smá tíma að læra inn á notkunarmöguleika drónans og starfsmenn Dronefly.is aðstoða viðskiptavini með fyrstu skrefin. „Sé þess óskað tökum við viðskiptavini í einkakennslu og förum yfir helstu þættina svo notkunin verði árangursríkari.“ Dronefly.is sér þar að auki um alla viðgerðarþjónustu og sölu aukahluta fyrir drónana sína að Krókhálsi 6. „Svo var DJI að setja nýjan dróna á markað, DJI Phantom 4, sem er rosalegur.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.dronefly.is.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent