Hyundai hlaut frumkvöðlaverðlaunin 2016 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 16:22 Hyundai Ionic í 3 mismunandi útgáfum. Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC). Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC).
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent