Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? Steinar Sigurjónsson og Halla Sif Svansdóttir skrifar 11. maí 2016 09:00 Nám í hug- og félagsvísindum fær úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það ódýrasta háskólanámið hérlendis. Þetta eru einnig fjölmennustu námssviðin þar sem rúmlega 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám. Fjárveitingar til námsleiða á háskólastigi eru greiddar eftir kostnaði sem fjárveitingarvaldið áætlar á hvern nemenda. Hug- og félagsvísindi hefur lengi skort fjármagn, þau rúma fjölbreyttar námsleiðir sem þurfa ólíkar kennsluaðferðir og hafa fámennari greinar innan sviðanna sérstaklega liðið fyrir fjárskortinn. Þó margir þættir liggi að baki þess hve erfitt reynist að knýja fram aukið fjármagn teljum við rót vandans liggja í neikvæðu viðhorfi til þessara greina. Við rekum okkur reglulega á að áhugi okkar á náminu nægi ekki sem svar við spurningunni um hvers vegna í ósköpunum við völdum það. Þó nemendur á hugvísindasviði stundi nám í fjölbreyttum greinum á borð við sagnfræði, kínversk fræði, heimspeki, ítölsku, bókmenntafræði og íslensku virðast þeir einna helst eiga það sameiginlegt að þurfa síendurtekið að réttlæta námsval sitt. Við könnumst jafnvel flest við að sitja sveitt í lófunum í jólaboðum og fermingarveislum, varla búin að kyngja fyrsta rúllubrauðsbitanum, þegar spurningarnar dynja á okkur af fullum þunga: „Hvað ertu samt eiginlega að læra?“; „Færðu þá eitthvað að gera þegar þú útskrifast?“; „Græðirðu eitthvað á því að læra þetta?”. Það er skiljanlegt að fólk spyrji þessara spurninga, og setji jafnvel spurningarmerki við að dýrmætt skattfé þeirra haldi úti - að því er einhverjum virðist - úreltu eða jafnvel tilgangslausu námi. Kannski ætti spurningin sem við fáum reglulega ekki að vera hvað við sem einstaklingar græðum á námi í hugvísindum, heldur hvað samfélagið græðir á þeim. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fræðafólk á sviði hugvísinda hefur því m.a. það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Við könnumst við háværa kröfu um bætt siðferði og gagnrýna hugsun í stjórnmálum og atvinnulífinu en til að fylgja henni eftir verður að vera til staðar fólk sem er reiðubúið að leiða þá vinnu og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Forsenda þess að hægt sé að læra af sögunni er að þekkja hana og það sem hún stendur fyrir. Hugvísindi styðja við og styrkja aðrar fræðigreinar með því að setja rannsóknir þeirra í menningarlegt, sögulegt og siðferðilegt samhengi og hjálpa þannig til við að nálgast viðfangsefnin út frá ólíkum sjónarhornum. Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru mjög lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef mjög fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Slíkt fyrirkomulag bjargar einhverjum námskeiðum en hentar illa tungumálanámi sem byggir á þjálfun og verklegri kennslu. Nemendur óttast að námskeiðum muni fækka og það komi niður á námi þeirra. Margar námsbrautir innan deildarinnar standa illa. Finnskan hefur lagst af og hætta er á að norskan og sænskan fari sömu leið ef ekki kemur til aukinn stuðningur til kennslunnar af opinberu fé. Ef fram heldur sem horfir mun tungumálakennsla skerðast gríðarlega. Ef við horfum til aukinnar hnattvæðingar, alþjóðasamstarfs og þenslu í ferðaþjónustu getum við spurt okkur hvaða gildi það hafi að fjárfesta í að mennta fólk með góð tök á tungumálum og djúpa innsýn í menningu annarra þjóða. En á meðan við svitnum ofan í rúllubrauðið í fjölskylduboðum og tökumst á við gagnrýni á námsval okkar þá óttumst við framtíð hugvísinda. Á meðan mikilvægi þeirra, gagnsemi og gildi fyrir samfélagið er ekki almennt viðurkennt óttumst við framhaldið. Hvernig áhrif þessa viðhorfs liti ákvarðanir yfirvalda, komi enn frekar niður á naumum fjárveitingum og bitni á gæðum hugvísindanáms við Háskóla Íslands. Þetta snýst ekki um að sýna fram á að yfirhöfuð sé hægt að græða á hugvísindum heldur hvernig við viðurkennum gildi þeirra. Við þurfum ekki að sannreyna að samfélagið í heild sinni græði á öflugum hugvísindum heldur að gæta þess að það endi ekki í bullandi tapi.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Nám í hug- og félagsvísindum fær úthlutað minnsta fjármagninu úr ríkissjóði sem gerir það ódýrasta háskólanámið hérlendis. Þetta eru einnig fjölmennustu námssviðin þar sem rúmlega 60% nemenda við Háskóla Íslands stunda nám. Fjárveitingar til námsleiða á háskólastigi eru greiddar eftir kostnaði sem fjárveitingarvaldið áætlar á hvern nemenda. Hug- og félagsvísindi hefur lengi skort fjármagn, þau rúma fjölbreyttar námsleiðir sem þurfa ólíkar kennsluaðferðir og hafa fámennari greinar innan sviðanna sérstaklega liðið fyrir fjárskortinn. Þó margir þættir liggi að baki þess hve erfitt reynist að knýja fram aukið fjármagn teljum við rót vandans liggja í neikvæðu viðhorfi til þessara greina. Við rekum okkur reglulega á að áhugi okkar á náminu nægi ekki sem svar við spurningunni um hvers vegna í ósköpunum við völdum það. Þó nemendur á hugvísindasviði stundi nám í fjölbreyttum greinum á borð við sagnfræði, kínversk fræði, heimspeki, ítölsku, bókmenntafræði og íslensku virðast þeir einna helst eiga það sameiginlegt að þurfa síendurtekið að réttlæta námsval sitt. Við könnumst jafnvel flest við að sitja sveitt í lófunum í jólaboðum og fermingarveislum, varla búin að kyngja fyrsta rúllubrauðsbitanum, þegar spurningarnar dynja á okkur af fullum þunga: „Hvað ertu samt eiginlega að læra?“; „Færðu þá eitthvað að gera þegar þú útskrifast?“; „Græðirðu eitthvað á því að læra þetta?”. Það er skiljanlegt að fólk spyrji þessara spurninga, og setji jafnvel spurningarmerki við að dýrmætt skattfé þeirra haldi úti - að því er einhverjum virðist - úreltu eða jafnvel tilgangslausu námi. Kannski ætti spurningin sem við fáum reglulega ekki að vera hvað við sem einstaklingar græðum á námi í hugvísindum, heldur hvað samfélagið græðir á þeim. Nám í hugvísindum ýtir undir fjölbreytileika, eflir dómgreind fólks og gagnrýna hugsun. Fræðafólk á sviði hugvísinda hefur því m.a. það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Við könnumst við háværa kröfu um bætt siðferði og gagnrýna hugsun í stjórnmálum og atvinnulífinu en til að fylgja henni eftir verður að vera til staðar fólk sem er reiðubúið að leiða þá vinnu og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Forsenda þess að hægt sé að læra af sögunni er að þekkja hana og það sem hún stendur fyrir. Hugvísindi styðja við og styrkja aðrar fræðigreinar með því að setja rannsóknir þeirra í menningarlegt, sögulegt og siðferðilegt samhengi og hjálpa þannig til við að nálgast viðfangsefnin út frá ólíkum sjónarhornum. Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru mjög lág eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef mjög fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það fellt niður eða breytt í lesnámskeið sem byggist á auknu sjálfsnámi með færri kennslustundum. Slíkt fyrirkomulag bjargar einhverjum námskeiðum en hentar illa tungumálanámi sem byggir á þjálfun og verklegri kennslu. Nemendur óttast að námskeiðum muni fækka og það komi niður á námi þeirra. Margar námsbrautir innan deildarinnar standa illa. Finnskan hefur lagst af og hætta er á að norskan og sænskan fari sömu leið ef ekki kemur til aukinn stuðningur til kennslunnar af opinberu fé. Ef fram heldur sem horfir mun tungumálakennsla skerðast gríðarlega. Ef við horfum til aukinnar hnattvæðingar, alþjóðasamstarfs og þenslu í ferðaþjónustu getum við spurt okkur hvaða gildi það hafi að fjárfesta í að mennta fólk með góð tök á tungumálum og djúpa innsýn í menningu annarra þjóða. En á meðan við svitnum ofan í rúllubrauðið í fjölskylduboðum og tökumst á við gagnrýni á námsval okkar þá óttumst við framtíð hugvísinda. Á meðan mikilvægi þeirra, gagnsemi og gildi fyrir samfélagið er ekki almennt viðurkennt óttumst við framhaldið. Hvernig áhrif þessa viðhorfs liti ákvarðanir yfirvalda, komi enn frekar niður á naumum fjárveitingum og bitni á gæðum hugvísindanáms við Háskóla Íslands. Þetta snýst ekki um að sýna fram á að yfirhöfuð sé hægt að græða á hugvísindum heldur hvernig við viðurkennum gildi þeirra. Við þurfum ekki að sannreyna að samfélagið í heild sinni græði á öflugum hugvísindum heldur að gæta þess að það endi ekki í bullandi tapi.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun