Ný eyðslugrönn V6 EcoBoost vél í Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 11:26 Nýja vélin skoðuð. Ford smíðar nú F-150 pallbíl sinn að mestu úr áli, en með þeirri breytingu á bílnum í fyrra varð engin breyting undir húddinu. Til og með 2017 árgerð bílsins verður þó breyting á, en Ford ætlar að bjóða 3,5 lítra nýja V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum í bílnum. Með henni mun bíllinn eyða talsvert minna en núverandi 3,5 lítra vél. Við þessa vél verður tengd hin nýja 10 gíra sjálfskipting sem Ford þróaði með General Motors. Þessi nýja vél getur sleppt gírum í hröðum skiptingum og með því eyða minna. Auk þess kemur vélin með start-stop tækni sem ekki hefur áður sést í bílum. Aðrar gerðir Ford F-150 verða áfram með 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja V6 EcoBoost vélin er skráð fyrir 365 hestöflum og 450 pund-feta togi. Hún notast við tvöfalt innsprautunarkerfi, beina innspýtingu og svokölluðu “port-injection” kerfi þegar vélin er köld eða undir litlu álagi. Þessi tvö innspýtingarkerfi vélarinnar geta einnig unnið bæði samtímis. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent
Ford smíðar nú F-150 pallbíl sinn að mestu úr áli, en með þeirri breytingu á bílnum í fyrra varð engin breyting undir húddinu. Til og með 2017 árgerð bílsins verður þó breyting á, en Ford ætlar að bjóða 3,5 lítra nýja V6 EcoBoost vél með tveimur forþjöppum í bílnum. Með henni mun bíllinn eyða talsvert minna en núverandi 3,5 lítra vél. Við þessa vél verður tengd hin nýja 10 gíra sjálfskipting sem Ford þróaði með General Motors. Þessi nýja vél getur sleppt gírum í hröðum skiptingum og með því eyða minna. Auk þess kemur vélin með start-stop tækni sem ekki hefur áður sést í bílum. Aðrar gerðir Ford F-150 verða áfram með 6 gíra sjálfskiptingu. Nýja V6 EcoBoost vélin er skráð fyrir 365 hestöflum og 450 pund-feta togi. Hún notast við tvöfalt innsprautunarkerfi, beina innspýtingu og svokölluðu “port-injection” kerfi þegar vélin er köld eða undir litlu álagi. Þessi tvö innspýtingarkerfi vélarinnar geta einnig unnið bæði samtímis.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent