Mitsubishi viðurkennir falsaðar tölur um eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2016 10:52 Yfirmenn Mitsubishi bugta sig og beygja á fundinum þar sem tilkynnt var um falsaðar eyðslutölur. Japanski bílasmiðurinn Mitsubishi hefur viðurkennt að fyrirtækið hafi falsað eyðslutölur 157.000 seldra bíla sinna, auk 470.000 bíla sem það framleiddi fyrir Nissan. Hlutabréf í Mitsubishi hafa fallið um 15% á hlutabréfamarkaðnum um Tokyo í kjölfar þessarar óvæntu yfirlýsingar og hafa bréf fyrirtækisins ekki fallið svo bratt í nærri 12 ár. Það voru forstjóri og helstu framkvæmdastjórar Mitsubishi sem tilkynntu um þessar falsanir á blaðamannafundi í gær og bugtuðu þeir sig og beygðu í skömmustu sinni yfir framferði fyrirtækisins. Þeir viðurkenndu að þessar falsanir hefðu átt sér stað viljandi og að fyrirtækið tæki fulla ábyrgð á þessum fölsunum. Þeir bílar sem um ræðir eru Mitsubishi ek Wagon og ek Space og Nissan Dayz og Dayz Roox. Allir eru þessir bílar agnarsmáir með vélar með 0,66 lítra sprengirými og vinsælir bílar í Japan, en ekki annarsstaðar í heiminum og þessir bílar hafa ekki verið fluttir inn til Íslands. Sala á öllum þessum bílgerðum hefur nú verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mitsubishi hefur gengið í gegnum hneykslismál og uppúr árinu 2000 varð fyrirtækið uppvíst af miklum göllum í bremsukerfum bíla sinna, kúplingum og eldsneytistönkum sem áttu til að falla af bílunum. Þetta er þó í fyrsta sinn sem japanskur bílaframleiðandi hefur orðið uppvís af fölsuðum eyðslutölum. Skemmst er þó að minnast þess að Hyundai og Kia fyrirtækin voru uppvís að ranglega uppgefnum eyðslutölum árið 2014 og samþykktu þau að greiða alls 350 milljónir dollara til eigenda þeirra bíla sem um ræddi. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent
Japanski bílasmiðurinn Mitsubishi hefur viðurkennt að fyrirtækið hafi falsað eyðslutölur 157.000 seldra bíla sinna, auk 470.000 bíla sem það framleiddi fyrir Nissan. Hlutabréf í Mitsubishi hafa fallið um 15% á hlutabréfamarkaðnum um Tokyo í kjölfar þessarar óvæntu yfirlýsingar og hafa bréf fyrirtækisins ekki fallið svo bratt í nærri 12 ár. Það voru forstjóri og helstu framkvæmdastjórar Mitsubishi sem tilkynntu um þessar falsanir á blaðamannafundi í gær og bugtuðu þeir sig og beygðu í skömmustu sinni yfir framferði fyrirtækisins. Þeir viðurkenndu að þessar falsanir hefðu átt sér stað viljandi og að fyrirtækið tæki fulla ábyrgð á þessum fölsunum. Þeir bílar sem um ræðir eru Mitsubishi ek Wagon og ek Space og Nissan Dayz og Dayz Roox. Allir eru þessir bílar agnarsmáir með vélar með 0,66 lítra sprengirými og vinsælir bílar í Japan, en ekki annarsstaðar í heiminum og þessir bílar hafa ekki verið fluttir inn til Íslands. Sala á öllum þessum bílgerðum hefur nú verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mitsubishi hefur gengið í gegnum hneykslismál og uppúr árinu 2000 varð fyrirtækið uppvíst af miklum göllum í bremsukerfum bíla sinna, kúplingum og eldsneytistönkum sem áttu til að falla af bílunum. Þetta er þó í fyrsta sinn sem japanskur bílaframleiðandi hefur orðið uppvís af fölsuðum eyðslutölum. Skemmst er þó að minnast þess að Hyundai og Kia fyrirtækin voru uppvís að ranglega uppgefnum eyðslutölum árið 2014 og samþykktu þau að greiða alls 350 milljónir dollara til eigenda þeirra bíla sem um ræddi.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent