Meirihlutinn ræður Hildur Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson freistar endurkjörs. Segir ákvörðunina byggja á ríkjandi samfélagsólgu – skorti á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Skýringin þykir mörgum undarleg. Raunar er fjölmargt í umræðu um kosningarnar sem vekur undrun. Mýmargar mótsagnir og kafloðið kjaftæði. Þeir hrópa hæst sem kveina mest – en þeir háværu endurspegla ekki alltaf meirihlutann. Eftir tilkynningu forsetans fór fljótt af stað undirskriftasöfnun gegn framboðinu. Þeir rituðu nafn sitt á lista, sem takmarka vildu valkosti kjósenda í lýðræðislegum kosningum. Þessir sömu kalla margir eftir auknu lýðræði. Meira valdi til fólksins. Fleiri þjóðaratkvæðum. En aðeins ef niðurstaðan er þeim þóknanleg. Þessir sjálfskipuðu riddarar lýðræðisins réttlæta undirskriftarlistann. Þeir vilja skemmri valdatíð þjóðhöfðingja. Segja efri mörk æskileg á kjörtímabil forseta. Engum sé hollt að dvelja langdvölum á valdastóli. Það eru ágætar hugleiðingar – en er þjóðin sammála? ,,Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við venjulegan kjósanda,“ mælti Winston Churchill. Andstæðingar framboðs Ólafs Ragnars hljóta að taka í sama streng. Þeir treysta ekki þjóðinni. Kyndilberar réttlætisins telja brýnt að fækka valkostum fólks. Þeir eru stóri bróðir – sem hefur vit fyrir litlu systur – heimsku þjóðinni. Sjálf tel ég heppilegt að takmarka valdatíð þjóðhöfðingja. Sama mætti segja um kjörtíð þingmanna og annarra sem fara með opinbert vald. Eins væri eflaust hollt að kjósa Íslendingum nýjan forseta. En skoðanir mínar endurspegla ekki endilega vilja þjóðarinnar. Þegar Íslendingar ganga til kosninganna kemur tvennt í ljós. Hvort raunveruleg eftirspurn sé eftir endurkjöri Ólafs Ragnars – og hve stórum hluta þjóðarinnar þykir óþarft að fyrirbyggja þrásetu þjóðhöfðingjans. Aðeins eitt er víst í þeim efnum. Meirihlutinn ræður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson freistar endurkjörs. Segir ákvörðunina byggja á ríkjandi samfélagsólgu – skorti á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Skýringin þykir mörgum undarleg. Raunar er fjölmargt í umræðu um kosningarnar sem vekur undrun. Mýmargar mótsagnir og kafloðið kjaftæði. Þeir hrópa hæst sem kveina mest – en þeir háværu endurspegla ekki alltaf meirihlutann. Eftir tilkynningu forsetans fór fljótt af stað undirskriftasöfnun gegn framboðinu. Þeir rituðu nafn sitt á lista, sem takmarka vildu valkosti kjósenda í lýðræðislegum kosningum. Þessir sömu kalla margir eftir auknu lýðræði. Meira valdi til fólksins. Fleiri þjóðaratkvæðum. En aðeins ef niðurstaðan er þeim þóknanleg. Þessir sjálfskipuðu riddarar lýðræðisins réttlæta undirskriftarlistann. Þeir vilja skemmri valdatíð þjóðhöfðingja. Segja efri mörk æskileg á kjörtímabil forseta. Engum sé hollt að dvelja langdvölum á valdastóli. Það eru ágætar hugleiðingar – en er þjóðin sammála? ,,Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við venjulegan kjósanda,“ mælti Winston Churchill. Andstæðingar framboðs Ólafs Ragnars hljóta að taka í sama streng. Þeir treysta ekki þjóðinni. Kyndilberar réttlætisins telja brýnt að fækka valkostum fólks. Þeir eru stóri bróðir – sem hefur vit fyrir litlu systur – heimsku þjóðinni. Sjálf tel ég heppilegt að takmarka valdatíð þjóðhöfðingja. Sama mætti segja um kjörtíð þingmanna og annarra sem fara með opinbert vald. Eins væri eflaust hollt að kjósa Íslendingum nýjan forseta. En skoðanir mínar endurspegla ekki endilega vilja þjóðarinnar. Þegar Íslendingar ganga til kosninganna kemur tvennt í ljós. Hvort raunveruleg eftirspurn sé eftir endurkjöri Ólafs Ragnars – og hve stórum hluta þjóðarinnar þykir óþarft að fyrirbyggja þrásetu þjóðhöfðingjans. Aðeins eitt er víst í þeim efnum. Meirihlutinn ræður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun