Bassaleikari Íslands verkefnalaus Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. apríl 2016 16:36 Það getur ekki verið slæm hugmynd að hafa þennan mann á bassanum. Vísir/Stefán Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni: Tónlist Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Nú er um að gera að grípa gæsina á lofti því Jakob Smári Magnússon, sem stundum hefur verið kallaður „bassaleikari Íslands“, auglýsti á Facebook í gær að hann stæði uppi verkefnalaus næstu tvo mánuði. Jakob hefur verið eftirsóttur bassaplokkari þau rúmlega 30 ár sem hann hefur verið í bransanum. Þar hefur hann meðal annars leikið með sveitum og listamönnum á borð við Tappa Tíkarass, Das Kapital, Grafík, Egó, SSSól, Bubba Morthens, Láru Rúnars auk þess að hafa síðustu árin ferðast um heiminn og lagt bundið slitlag við lög stórstjörnunnar John Grant á sviði. „Það er smá hlé hjá John Grant og ekkert að gerast hjá honum fyrr en í sumar,“ útskýrir Jakob Smári sem leitar nú að tímabundnum verkefnum hvort sem það er hljóðversvinna eða fyrir tónleika. „Það er leiðinlegt að sitja heima aðgerðarlaus." Jakob hefur verið í atvinnumennskunni síðustu ár og töluvert síðan að hann þurfti að vinna með tónlistinni. "Það getur verið að fólk vilji fá nýtt blóð í bransann, en ég gef ennþá kost á mér. Fólk heldur kannski að maður sé bara of upptekinn með John Grant og reikni ekkert með því að hann taki sér frí, en ég er laus í smá tíma.“ Á meðal þeirra sem svöruðu kalli Jakobs voru Björgvin Halldórsson og Eyþór Arnalds sem var áður í Todmobile. „Ég bíð bara eftir að Bó hringi því ég hef aldrei spilað með honum,“ segir Jakob og hljómar spenntur. „Svona er þessi bransi. Hann er upp og niður. Einn daginn er maður að monta sig á Facebook að vera spila einhversstaðar úti í heimi svo þann næsta situr maður heima og hefur ekkert að gera.“Hér er færsla Jakobs Smára í heild sinni:
Tónlist Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira