Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2016 07:00 Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, höfuðborgar Bretlands, er ekki par hrifinn af afskiptum Baracks Obama Bandaríkjaforseta af breskum stjórnmálum. Barack Obama kom til Bretlands í gær í opinbera heimsókn og mun meðal annars funda með forsætisráðherranum David Cameron. Forsetinn lét þau ummæli falla í grein sem hann skrifaði í dagblaðið Daily Telegraph að áframhaldandi vera Bretlands í Evrópusambandinu magnaði áhrif Bretlands í heiminum og sagðist hann þeirrar skoðunar að Bretar ættu ekki að yfirgefa Evrópusambandið. „Þið ættuð að vera stolt af því að Evrópusambandið hafi hjálpað ykkur að dreifa breskum gildum og siðum,“ skrifaði forsetinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Bretland yfirgefi Evrópusambandið fer fram þann 23. júní næstkomandi og er Johnson á þeirri skoðun að Bretum sé best borgið utan sambandsins. Hann skrifaði grein í dagblaðið The Sun í gær þar sem hann svaraði forsetanum fullum hálsi.Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna„Þetta er samhengislaust og já, þetta er algjör hræsni. Bandaríkjamenn myndu aldrei geta hugsað sér að vera í svona sambandi, hvorki hvað snertir þá sjálfa né nágranna þeirra,“ skrifaði Johnson. Þá skammaðist Johnson út í þá ákvörðun að fjarlægja brjóstmynd af fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Winston Churchill, úr húsakynnum forsetans. „Sumir hafa sagt að það væri til marks um vanþóknun hálf-kenísks forseta á breska heimsveldinu sem Churchill varði af kröftum,“ skrifaði Johnson. Ummæli Johnsons vöktu nokkra reiði meðal stjórnarandstöðunnar í landinu. Skuggafjármálaráðherrann John McDonnell sakaði Johnson til að mynda um kynþáttahatur og hvatti hann til að draga orð sín til baka. Mögulegt brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, sem heimamenn kalla Brexit en gæti jafnvel útlagst sem Brethvarf á íslensku, er mikið hitamál. Íhaldsflokkurinn, sem er með meirihluta þingmanna á breska þinginu, er klofinn í málinu. Þannig hefur Johnson borgarstjóri barist fyrir brotthvarfinu en forsætisráðherrann Cameron gegn því. Samkvæmt meðaltali Financial Times úr nýjustu skoðanakönnunum hallast 42 prósent Breta að því að yfirgefa sambandið en 44 prósent eru hlynnt áframhaldandi veru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00 Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Milljón gæti misst vinnuna ef Bretland yfirgefur ESB Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið gæti atvinnuleysi aukist, hagvöxtur dregist saman og gengi pundsins lækkað. 22. mars 2016 07:00
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Framkvæmdastjóri OECD beitir sér gegn útgöngu Breta úr ESB Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Bretland ætti að vera áfram í Evrópusambandinu. 30. mars 2016 11:00
Að vera eða fara Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. 20. apríl 2016 10:45