Volkswagen T-Prime GTE í Peking Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 12:56 Volkswagen er að frumsýna þennan laglega T-Prime tilraunabíl á bílasýningunni í Peking sem hófst í dag. Þessi bíll er tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid) og auk þess hlaðinn nýjustu tækni, til dæmis fleiri en einum snertiskjá, raddtæknistýringum, sveigðum upplýsingaskjá og snertiborði sem les handskrift. Fullt nafn bílsins er T-Prime Concept GTE og er hann fjórhjóladrifinn og með 375 hestafla drifrás. Hann kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þó þetta sé nokkuð stór bíll þá fer hann í hundraðið á 6 sekúndum og hámarkshraðinn er 224 km/klst. Vélin í bílnum er 2,0 lítra og með forþjöppu og raflöðurnar eru 14,1 kW. T-Prime er fremur stór bíll og 17 cm lengri en núverandi Touareg jeppi og meira að segja 1 cm lengri en stóri fólksbíllinn Phaeton. Volkswagen segir að þessi bíll gefi tóninn hvað varðar nýja tækni í jepplingum og jeppum frá fyrirtækinu, sem og í útliti. Ekki er reyndar loku fyrir það skotið að þessi bíll líkist nýjum Audi Q7, nýjum jeppa í stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Þessi nýi jeppi verður sá stærsti frá Volkswagen, en Touareg sem frumsýndur verður af annarri kynslóð seinna í vor kemur þar fyrir neðan og Tiguan, sem þegar er búið að kynna af nýrri kynslóð kemur þar fyrir neðan. Tveir aðrir minni jepplingar verða svo kynntir á næstunni, bíll sem byggður verður á T-Roc tilraunabílnum og öðrum minni, sem byggður verður á T-Cross Breeze tilraunabílnum. Þá verða jeppar og jepplingar Volkswagen orðnir 5 talsins. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Volkswagen er að frumsýna þennan laglega T-Prime tilraunabíl á bílasýningunni í Peking sem hófst í dag. Þessi bíll er tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid) og auk þess hlaðinn nýjustu tækni, til dæmis fleiri en einum snertiskjá, raddtæknistýringum, sveigðum upplýsingaskjá og snertiborði sem les handskrift. Fullt nafn bílsins er T-Prime Concept GTE og er hann fjórhjóladrifinn og með 375 hestafla drifrás. Hann kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu. Þó þetta sé nokkuð stór bíll þá fer hann í hundraðið á 6 sekúndum og hámarkshraðinn er 224 km/klst. Vélin í bílnum er 2,0 lítra og með forþjöppu og raflöðurnar eru 14,1 kW. T-Prime er fremur stór bíll og 17 cm lengri en núverandi Touareg jeppi og meira að segja 1 cm lengri en stóri fólksbíllinn Phaeton. Volkswagen segir að þessi bíll gefi tóninn hvað varðar nýja tækni í jepplingum og jeppum frá fyrirtækinu, sem og í útliti. Ekki er reyndar loku fyrir það skotið að þessi bíll líkist nýjum Audi Q7, nýjum jeppa í stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Þessi nýi jeppi verður sá stærsti frá Volkswagen, en Touareg sem frumsýndur verður af annarri kynslóð seinna í vor kemur þar fyrir neðan og Tiguan, sem þegar er búið að kynna af nýrri kynslóð kemur þar fyrir neðan. Tveir aðrir minni jepplingar verða svo kynntir á næstunni, bíll sem byggður verður á T-Roc tilraunabílnum og öðrum minni, sem byggður verður á T-Cross Breeze tilraunabílnum. Þá verða jeppar og jepplingar Volkswagen orðnir 5 talsins.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent